Nýr meðlimur í 20 marka klúbbnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2013 06:00 Pétur Pétursson með Feyenoord 1979. Mynd/Nordic Photos/Getty Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Alfreð Finnbogason er fyrir löngu búinn að skrifa sig á spjöld sögunnar í íslenskum fótbolta með frammistöðu sinni í vetur en með því að skora sitt tuttugasta mark í 3-1 sigri Heerenveen á NEC Nijmegen um helgina komst hann í klúbbinn með þeim Pétri Péturssyni og Atla Eðvaldssyni. Það eru liðnir tæpir þrír áratugir síðan að Atli bættist í hópinn með því að skora fimm mörk í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar í júníbyrjun 1983. Alfreð kom til Hollands sjóðandi heitur eftir að hafa skorað 12 mörk í 17 leikjum með Helsingborg í sænsku deildinni. Alfreð skoraði ekki í fyrsta leiknum en var síðan með tvö mörk í jafntefli á móti stórliði Ajax og þá var ekki aftur snúið. Hann skoraði í fimm leikjum í röð í október og í sex leikjum í röð frá desember til janúar. Alfreð var síðan að skora sitt fjórða mark í síðustu fjórum leikjum á laugardaginn. Pétur Pétursson var stofnmeðlimur tuttugu marka klúbbsins þegar hann skoraði 23 mörk í 33 leikjum fyrir hollenska liðið Feyenoord tímabilið 1979-80. Pétur skoraði tuttugasta markið sitt í febrúar 1980 en hann skoraði 16 mörk í 17 leikjum fyrir áramót. Atli bættist í tuttugu marka klúbbinn rúmum þremur árum síðar. Hann skoraði 16 mörk í fyrstu 33 leikjum tímabilsins en tók sig til og skoraði eftirminnilega fimmu í 5-1 sigri Fortuna Düsseldorf á Eintracht Frankfurt. Atli varð annar markahæsti leikmaður deildarinnar tveimur mörkum á eftir Rudi Völler. Það var ekki nóg með það heldur flaug Atli heim strax um kvöldið og skoraði sigurmarkið á móti Möltu í leik í undankeppni EM sem fram fór á Laugardalsvellinum daginn eftir. Engir aðrir íslenskir leikmenn hafa náð að brjóta tuttugu marka múrinn og það skiptir engu þótt deildin hér heima sem höfð með í dæminu. Markamet efstu deildar á Íslandi er 19 mörk en því hafa fjórir leikmenn náð: Pétur Pétursson (1978), Guðmundur Torfason (1986), Þórður Guðjónsson (1993) og Tryggvi Guðmundsson (1997). Tveir atvinnumenn voru nálægt því að bætast í tuttugu marka klúbbinn en það voru þeir Teitur Þórðarson og Arnór Guðjohnsen. Teitur skoraði 19 mörk fyrir Lens tímabilið 1981-82 og varð fjórði markahæsti maður deildarinnar. Michel Platini var meðal annars í næsta sæti fyrir ofan hann. Arnór Guðjohnsen varð markahæsti leikmaður í Belgíu 1986-87 þegar hann skoraði 19 mörk í 34 leikjum.23 mörk - Pétur Pétursson Feyenoord 1979-80 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 21 árs 2. tímabil í atvinnumennsku 33 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 18 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 16 mörk Eftir áramót 16 leikir, 7 mörk21 mark - Atli Eðvaldsson Fortuna Düsseldorf 1982-83 3. markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni 26 ára 4. tímabil í atvinnumennsku 34 leikir 2 tvennur - 1 fimma Skoraði í 15 leikjum Fyrir áramót 17 leikir, 8 mörk Eftir áramót 17 leikir, 13 mörk20 mörk - Alfreð Finnbogason Heerenveen 2012-13 2. markahæstur í hollensku úrvalsdeildinni 24 ára 3. tímabil í atvinnumennsku 24 leikir 4 tvennur - 0 þrennur Skoraði í 16 leikjum Fyrir áramót 16 leikir, 14 mörk Eftir áramót 8 leikir, 6 mörk
Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira