Vilji til að breyta reglunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2013 07:00 ÍBV missti lykilmann skömmu fyrir úrslitakeppni N1-deildar kvenna þar sem að Ivana Mladenovic var hér á landi í leyfisleysi. Fréttablaðið/Vilhelm Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Ekkert er því til fyrirstöðu að erlendir leikmenn sem eru hér á landi án tilskilinna leyfa geti spilað með íslenskum liðum í bæði handbolta og fótbolta. Það kom í ljós í síðustu viku þegar upp komst um tvo leikmenn hjá ÍBV sem hafa verið hér í allan vetur án atvinnu- og dvalarleyfis. Slík leyfi þurfa allir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins. Þau Ivana Mladenovic frá Serbíu og Nemanja Malovic frá Svartfjallalandi voru bæði lykilmenn í liðum ÍBV bæði í N1-deild kvenna og 1. deild karla. Mladenovic er farin úr landi en Malovic fer ekki fyrr en á morgun. Unnur Sverrisdóttir er varaforstjóri Vinnumálastofnunar sem sér um að afgreiða atvinnuleyfi. Dvalarleyfið er afgreitt hjá Útlendingastofnun. Hún segir að þessar stofnanir hafi unnið með íþróttahreyfingunni að undanförnu til að koma í veg fyrir slíkar uppákomur. „Hér áður fyrr voru þessi mál í ágætu horfi en þetta virðist hafa skolast eitthvað til á undanförnum árum. Körfuboltinn er með þetta í fínu lagi hjá sér og það er vilji hjá HSÍ og KSÍ til að bæta úr sínum málum," segir Unnur. KKÍ tók upp nýjar félagaskiptareglur um sumar en ekki er langt síðan að erlendir leikmenn voru fengnir hingað til lands með skömmum fyrirvara og spiluðu jafnvel sama dag og þeir komu til landsins. Það gefur augaleið að á þeim skamma tíma gafst ekki tími til að ganga frá þeim leyfum sem landslög gera kröfur um. „Nú gefum við ekki út leikheimild nema að hafa fengið staðfestingu frá Útlendingastofnun um að viðkomandi sé kominn með dvalar- og atvinnuleyfi," segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. Hann segir að breytingin hafi reynst vel. „Við vorum búnir að vinna að þessu í tvö ár og við töldum að þetta væri besta niðurstaðan svo að farið yrði eftir lögum," segir hann. Útlendingastofnun gefur sér þriggja mánaða frest til að afgreiða dvalarleyfi þó svo að það sé sjaldgæft að afgreiðsla slíkra leyfa taki svo langan tíma. En Hannes segir að með nýjum reglunum hafi félög þurft að temja sér ákveðin vinnubrögð. „Félögin þurfa að vinna sína heimavinnu og sinna ákveðnum málum áður en viðkomandi leikmaður er fenginn til landsins. Og okkur finnst að heilt yfir hafi þetta gengið vel í körfuboltanum. Við vitum ekki til þess að félög hafi lent í vandræðum vegna þessa," segir Hannes. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, og Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segja báðir að það sé vilji innan raða þeirra sambanda til að fara að fordæmi KKÍ. „Ég reikna með að við munum bregðast við þessu líkt og KKÍ hefur gert," segir Þórir en ekki hefur verið ákveðið hvort eglunum verður breytt fyrir Íslandsmótið í sumar. „Stjórn HSÍ mun án nokkurs vafa taka þetta mál fyrir. Við viljum að sjálfsögðu að okkar aðildarfélög fari eftir landslögum," segir Einar.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira