Erlent

Helmingur LTF-klíku er í haldi

Þorgils Jónsson skrifar
Lögregla handtók tugi manna í vikunni í tengslum við nýlegar skotárásir og eiturlyfjasölu.
Lögregla handtók tugi manna í vikunni í tengslum við nýlegar skotárásir og eiturlyfjasölu. Fréttablaðið/Hari
Meira en helmingur meðlima glæpaklíkunnar Loyal to Familia (LTF) í Danmörku er nú á bak við lás og slá. LTF hefur verið fyrirferðarmikil í undirheimum Kaupmannahafnar undanfarið og staðið fyrir fjölmörgum skotárásum, síðast nú í vikunni þegar maður særðist lífshættulega.

Að því er segir í frétt DR 40 þeirra sitja nú 40 meðlimir af um 75 í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að ýmsum málum, meðal annars tveimur morðum fyrr á árinu.

Í vikunni lagði lögreglan í umfangsmiklar aðgerðir þar sem á annað hundrað lögreglumenn gerðu húsleitir á tugum staða og fundust þar meðal annars eiturlyf, byssur og skotfæri.

Mikil óöld hefur geisað milli glæpahópa í Kaupmannahöfn það sem af er ári, en ófriðurinn er rakinn til stofnunar LTF síðasta haust, en þar sameinuðust nokkrar minni klíkur í borginni í eina öfluga sem hefur troðið illsakir við aðra hópa.

Málið hefur vakið mikla athygli og er nú þrýst á dómsmálaráðherrann að tryggja það að lögregla hafi næg úrræði til að bregðast við afbrotaöldu sem þessari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×