Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu Stígur Helgason skrifar 15. mars 2013 06:00 Stefáni finnst skjóta skökku við að þrengja eigi að rannsóknarheimildum lögreglu á sama tíma og skipulögð glæpastarfsemi er að ryðja sér hér til rúms. Fréttablaðið/valli Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka. Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Frumvarp Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um breytingar á símhlerunarheimildum mun þrengja mjög að starfsumhverfi lögreglu verði það að lögum. Þetta er mat Stefáns Eiríkssonar, sem ræddi um rannsóknarheimildir lögreglu á opnum fundi Varðbergs í Þjóðminjasafninu í gær. Frumvarpið kveður á um að ekki verði lengur nóg að annað tveggja skilyrða þurfi að vera fyrir hendi til að heimild sé veitt til símhlerunar – átta ára refsirammi fyrir ætlað brot eða að almenningi standi af því ógn – heldur bæði skilyrðin í einu. Stefán sagði í erindi sínu að Íslendingar hefðu til þessa blessunarlega verið mikið til lausir við nokkra algenga fylgifiska skipulagðrar brotastarfsemi. Í því samhengi nefndi hann sérstaklega götuvændi, skipulagt betl, vasaþjófnað, skipulögð rán og stríð milli glæpagengja. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert og lögreglu ekki færðar auknar heimildir til forvirkra rannsóknaraðgerða væri aðeins tímaspursmál hvenær þessi brotaflokkar hæfi innreið sína til Íslands. „Það er ekki nokkur vafi,“ sagði Stefán. Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til þess að hefja rannsókn á mönnum án þess að fyrir liggi grunur um að þeir hafi framið tiltekið afbrot. Stefán segir lögregluna einkum reka sig á veggi þegar hún vill geta skoðað menn með augljós tengsl við hópa sem skilgreindir eru sem skipulögð glæpasamtök, menn með afbrotaferil og tengsl við aðra brotamenn, menn sem berast mikið á og eru með umsvif sem samræmast ekki atvinnustöðu þeirra, kaup og innflutning á efnum sem kunna að vera notuð til fíkniefnaframleiðslu og sprengjugerðar og öfgafull skrif og skoðanir, eins og hann orðar það. Stefán tók dæmi af máli Anders Breivik og sagði lögregluna hafa legið yfir því sem þar gerðist í því skyni að læra af atburðarásinni. Hins vegar væri býsna ólíklegt að hér yrði framið hryðjuverk af slíkri stærðargráðu. Lögreglustjórinn lauk máli sínu á að velta upp þeirri spurningu hvers vegna íslensk yfirvöld treystu sér til að banna það að merkja bjórdós með gulum páskaunga – og vísaði þar til svokallaðs Páska-Gullbjórs frá Ölgerðinni – en ekki það að menn skrýddu sig með merkjum skipulagðra glæpasamtaka.
Alþingi Lögreglan Tengdar fréttir Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Sérstakur vildi skoða símtöl Kjartans Sérstakur saksóknari óskaði árið 2011 eftir dómsúrskurði til að fá afhenta skrá yfir öll símtöl Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Landsbankans, á mánaðartímabili þremur árum fyrr. 15. mars 2013 06:00