Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Júlían er núverandi heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Valli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá." Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá."
Íþróttir Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Fleiri fréttir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sjá meira