Grandi fækkar sjómönnum en fjölgar störfum í landi Svavar Hávarðsson skrifar 12. febrúar 2013 07:00 Ekki er litið á uppsagnirnar sem einkamál áhafnanna á Venusi og Helgu Maríu. fréttablaðið/gva HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess. Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn fengið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frystitogaranum Helgu Maríu verður breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. „Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk," segir Vilhjálmur. Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimmtíu. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um sextán við breytingarnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda. En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? „Það má segja að það verði stokkað upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis," segir Vilhjálmur, sem útilokar ekki að einhverjir vilji grípa tækifærið og fara í land. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald þegar aflaheimildir skipsins hafa verið veiddar, og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
HB Grandi hefur ákveðið að breyta rekstri sínum umtalsvert og við það missa 34 sjómenn skipspláss sín. Störfum í landvinnslu fjölgar hins vegar um fimmtíu við breytingarnar. Ástæða breytinganna er betri afkoma landvinnslu félagsins og skerðingar á aflaheimildum þess. Þetta var meðal þess sem var kynnt starfsmönnum á fundi í gær, en fyrr höfðu sjómenn fengið upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar. Þar kom fram að HB Grandi hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Venusi og frystitogaranum Helgu Maríu verður breytt í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir það mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum. „Það má segja að undanfarin ár hafi það gefið meiri framlegð að vinna með ísfiskskipum og landvinnslu. Afkoma frystitogara hefur verið að slakna á þessum tíma. Við horfum til þess að meiri framtíð sé í markaði með ferskan fisk," segir Vilhjálmur. Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, að sögn Vilhjálms. Undanfarin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Við breytingarnar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um fimmtíu. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um sextán við breytingarnar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda. En hvernig verður staðið að breytingum áhafna skipanna? „Það má segja að það verði stokkað upp á öllum skipunum, eins og við ræddum við sjómennina okkar í gær. Við lítum alls ekki á þetta sem einkamál okkar og þeirra á Venusi, til dæmis," segir Vilhjálmur, sem útilokar ekki að einhverjir vilji grípa tækifærið og fara í land. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald þegar aflaheimildir skipsins hafa verið veiddar, og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira