Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi thorgils@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 09:00 María Ósk Bender „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. Telpan, sem er á batavegi, var orðin afar köld þegar hún fannst klukkan hálf ellefu um morguninn. María Ósk segir enda að óvenju kalt hafi verið í veðri þennan morguninn. Við komuna á sjúkrahús var líkamshiti telpunnar kominn niður í 27 gráður, en hún náði sér fljótt og virðist að öðru leyti vera heilsuhraust að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir fréttunum, ekki síst íbúar við Rektorparken þar sem fjölmargir Íslendingar búa í námsmannaíbúðum. María Ósk segir fregnirnar hafa komið flatt upp á hana, enda sé gatan afar friðsæl og barnvæn. „Það vakti athygli okkar þegar við sáum lögregluþjóna þarna í kring, en við höfum aldrei áður orðið vör við slíkt. Við vorum hins vegar að læra og ekkert búin að fylgjast með fréttum þegar var bankað upp á hjá okkur og lögreglan sagði okkur frá því hvað hafði gerst.“ Hún segir íbúana í götunni nær alla vera barnafjölskyldur „þannig að fólk tengir vel við svona atvik“. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lagt mikið upp úr því að upplýsa málið, en hefur lítið orðið ágengt. DR hefur þó eftir Hans Erik Raben, yfirmanni rannsóknarinnar, að í þessu máli séu tvö fórnarlömb, annars vegar stúlkan sjálf og hins vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt að móðirin sé vændiskona frá Rúmeníu. Það byggi lögregla á framburði vitnis sem hafi séð dularfulla rúmenska bíla í hverfinu. Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn hafa þegar fundið henni fósturforeldra. Þau munu sjá um hana þar til að annað hvort gerist, að foreldrarnir gefi sig fram eða að stúlkan verði ættleidd. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. Telpan, sem er á batavegi, var orðin afar köld þegar hún fannst klukkan hálf ellefu um morguninn. María Ósk segir enda að óvenju kalt hafi verið í veðri þennan morguninn. Við komuna á sjúkrahús var líkamshiti telpunnar kominn niður í 27 gráður, en hún náði sér fljótt og virðist að öðru leyti vera heilsuhraust að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir fréttunum, ekki síst íbúar við Rektorparken þar sem fjölmargir Íslendingar búa í námsmannaíbúðum. María Ósk segir fregnirnar hafa komið flatt upp á hana, enda sé gatan afar friðsæl og barnvæn. „Það vakti athygli okkar þegar við sáum lögregluþjóna þarna í kring, en við höfum aldrei áður orðið vör við slíkt. Við vorum hins vegar að læra og ekkert búin að fylgjast með fréttum þegar var bankað upp á hjá okkur og lögreglan sagði okkur frá því hvað hafði gerst.“ Hún segir íbúana í götunni nær alla vera barnafjölskyldur „þannig að fólk tengir vel við svona atvik“. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lagt mikið upp úr því að upplýsa málið, en hefur lítið orðið ágengt. DR hefur þó eftir Hans Erik Raben, yfirmanni rannsóknarinnar, að í þessu máli séu tvö fórnarlömb, annars vegar stúlkan sjálf og hins vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt að móðirin sé vændiskona frá Rúmeníu. Það byggi lögregla á framburði vitnis sem hafi séð dularfulla rúmenska bíla í hverfinu. Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn hafa þegar fundið henni fósturforeldra. Þau munu sjá um hana þar til að annað hvort gerist, að foreldrarnir gefi sig fram eða að stúlkan verði ættleidd.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira