Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi thorgils@frettabladid.is skrifar 2. febrúar 2013 09:00 María Ósk Bender „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. Telpan, sem er á batavegi, var orðin afar köld þegar hún fannst klukkan hálf ellefu um morguninn. María Ósk segir enda að óvenju kalt hafi verið í veðri þennan morguninn. Við komuna á sjúkrahús var líkamshiti telpunnar kominn niður í 27 gráður, en hún náði sér fljótt og virðist að öðru leyti vera heilsuhraust að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir fréttunum, ekki síst íbúar við Rektorparken þar sem fjölmargir Íslendingar búa í námsmannaíbúðum. María Ósk segir fregnirnar hafa komið flatt upp á hana, enda sé gatan afar friðsæl og barnvæn. „Það vakti athygli okkar þegar við sáum lögregluþjóna þarna í kring, en við höfum aldrei áður orðið vör við slíkt. Við vorum hins vegar að læra og ekkert búin að fylgjast með fréttum þegar var bankað upp á hjá okkur og lögreglan sagði okkur frá því hvað hafði gerst.“ Hún segir íbúana í götunni nær alla vera barnafjölskyldur „þannig að fólk tengir vel við svona atvik“. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lagt mikið upp úr því að upplýsa málið, en hefur lítið orðið ágengt. DR hefur þó eftir Hans Erik Raben, yfirmanni rannsóknarinnar, að í þessu máli séu tvö fórnarlömb, annars vegar stúlkan sjálf og hins vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt að móðirin sé vændiskona frá Rúmeníu. Það byggi lögregla á framburði vitnis sem hafi séð dularfulla rúmenska bíla í hverfinu. Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn hafa þegar fundið henni fósturforeldra. Þau munu sjá um hana þar til að annað hvort gerist, að foreldrarnir gefi sig fram eða að stúlkan verði ættleidd. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaupmannahöfn þar sem nýfætt stúlkubarn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. Telpan, sem er á batavegi, var orðin afar köld þegar hún fannst klukkan hálf ellefu um morguninn. María Ósk segir enda að óvenju kalt hafi verið í veðri þennan morguninn. Við komuna á sjúkrahús var líkamshiti telpunnar kominn niður í 27 gráður, en hún náði sér fljótt og virðist að öðru leyti vera heilsuhraust að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir fréttunum, ekki síst íbúar við Rektorparken þar sem fjölmargir Íslendingar búa í námsmannaíbúðum. María Ósk segir fregnirnar hafa komið flatt upp á hana, enda sé gatan afar friðsæl og barnvæn. „Það vakti athygli okkar þegar við sáum lögregluþjóna þarna í kring, en við höfum aldrei áður orðið vör við slíkt. Við vorum hins vegar að læra og ekkert búin að fylgjast með fréttum þegar var bankað upp á hjá okkur og lögreglan sagði okkur frá því hvað hafði gerst.“ Hún segir íbúana í götunni nær alla vera barnafjölskyldur „þannig að fólk tengir vel við svona atvik“. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lagt mikið upp úr því að upplýsa málið, en hefur lítið orðið ágengt. DR hefur þó eftir Hans Erik Raben, yfirmanni rannsóknarinnar, að í þessu máli séu tvö fórnarlömb, annars vegar stúlkan sjálf og hins vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt að móðirin sé vændiskona frá Rúmeníu. Það byggi lögregla á framburði vitnis sem hafi séð dularfulla rúmenska bíla í hverfinu. Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en félagsmálayfirvöld í Kaupmannahöfn hafa þegar fundið henni fósturforeldra. Þau munu sjá um hana þar til að annað hvort gerist, að foreldrarnir gefi sig fram eða að stúlkan verði ættleidd.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira