Innlent

Lofar hertum aðgerðum gegn uppreisnarmönnum

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Bashar al Assad, Sýrlandsforseti, lofar hertum aðgerðum gegn uppreisnarmönnum í landinu. Í sjónvarpsávarpi í gær ítrekaði Assad að herferð stjórnarandstöðunnar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi væri misheppnuð og væri ekki til þess fallin að binda enda á borgarastyrjöldina.

Forsetinn fullyrti að uppreisnarmennirnir væru í raun erlendir vígamenn og að ómögulegt væri að takast á við hryðjuverkamenn á diplómatískum forsendum.

Sameinuðu Þjóðirnar áætla að um hundrað þúsund manns hafi fallið í átökunum í Sýrlandi frá því að byltingin gegn ríkisstjórn Assads hófst árið 2011. Milljónir hafa þurft flýja heimili sín og er efnahagur landsins á hliðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×