Dýrð í dauðaþögn er söluhæsta frumraunin Freyr Bjarnason skrifar 7. janúar 2013 06:00 Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. Platan kom út í september og seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir jólin, samkvæmt útgefandanum Senu, þegar allir söluaðilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar með í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafnmikið á útgáfuári sínu hér á landi. Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 þúsund eintökum samkvæmt Record Records en þær tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist þá í um 9 þúsund eintökum. Á síðasta ári bættust um 13 þúsund eintök í sarpinn. Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, segir sig ekki hafa órað fyrir þessum gífurlegu vinsældum þegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. "Það fyrsta sem ég sagði við samstarfsmenn mína var að við yrðum alla vega stoltir af að hafa gefið hana út. Þessu fylgdi von um að hún myndi standa undir sér," segir hann en þá hefði hún þurft að seljast í um tvö til þrjú þúsund eintökum. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ásgeir Trausti fékk mikið umtal áður en platan kom og var eftirvæntingin eftir Dýrð í dauðaþögn því meiri en áður hafði þekkst varðandi fyrstu plötu tónlistarmanns. Eiður varð var við þetta og ákvað að panta auka upplag af plötunni áður en hún kom út, eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður á löngum ferli sínum í bransanum. "Hálfum mánuði fyrir útgáfu vissi maður að hann var að fara að gera mjög vel. Það er sjaldan sem finnur svona rosalega sterkt undirliggjandi "buzz"," segir hann. Söluhæstu frumraunirnar (listi tekinn saman síðasta vor)Síðasta vor var tekinn saman listi um söluhæstu frumraunirnar.Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors. Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi. Svona leit listinn út síðasta vor: 1. Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök 2. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök 3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök 4. Garðar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök 5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök 6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök 7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök 8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök 9. Jóhanna Guðrún – 9 (2000) um 11.000 eintök 19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök 11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök 12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök 13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök 14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök Tónlist Mest lesið Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Timberlake gengst við ölvunarakstri Lífið „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Bíó og sjónvarp Chad McQueen er látinn Lífið „Sáu allar til þess að ég kæmist til manns, þeim á ég allt að þakka“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Lífið Ísland mun taka þátt í Eurovision Lífið Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira
Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er söluhæsta frumraun íslenskrar tónlistarsögu á Íslandi þegar tölur yfir útgáfuárið eru skoðaðar. Platan kom út í september og seldist í um 22 þúsund eintökum fyrir jólin, samkvæmt útgefandanum Senu, þegar allir söluaðilar og allar útgáfur plötunnar eru teknar með í reikninginn. Engin önnur frumraun hefur selst jafnmikið á útgáfuári sínu hér á landi. Of Monsters and Men hefur einnig selt sína fyrstu plötu, My Head Is An Animal, í um 22 þúsund eintökum samkvæmt Record Records en þær tölur ná yfir tvö ár. Platan kom út 2011 og seldist þá í um 9 þúsund eintökum. Á síðasta ári bættust um 13 þúsund eintök í sarpinn. Eiður Arnarsson hjá Senu, sem gaf út Dýrð í dauðaþögn, segir sig ekki hafa órað fyrir þessum gífurlegu vinsældum þegar hann fékk plötuna fyrst í hendurnar. "Það fyrsta sem ég sagði við samstarfsmenn mína var að við yrðum alla vega stoltir af að hafa gefið hana út. Þessu fylgdi von um að hún myndi standa undir sér," segir hann en þá hefði hún þurft að seljast í um tvö til þrjú þúsund eintökum. Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. Ásgeir Trausti fékk mikið umtal áður en platan kom og var eftirvæntingin eftir Dýrð í dauðaþögn því meiri en áður hafði þekkst varðandi fyrstu plötu tónlistarmanns. Eiður varð var við þetta og ákvað að panta auka upplag af plötunni áður en hún kom út, eitthvað sem hann hafði aldrei gert áður á löngum ferli sínum í bransanum. "Hálfum mánuði fyrir útgáfu vissi maður að hann var að fara að gera mjög vel. Það er sjaldan sem finnur svona rosalega sterkt undirliggjandi "buzz"," segir hann. Söluhæstu frumraunirnar (listi tekinn saman síðasta vor)Síðasta vor var tekinn saman listi um söluhæstu frumraunirnar.Lista yfir söluhæstu frumraunir íslenskrar tónlistarsögu má finna í tölum sem voru teknar saman m.a. fyrir útgáfu bókarinnar 100 bestu plötur Íslandssögunnar, sem kom út 2009, og voru uppfærðar síðasta vor vegna átaks FHF (Félags hljómplötuframleiðenda) vegna söluhæstu platna Íslandssögunnar. Sölutölurnar endurspegla langan tíma, eða frá útgáfudegi til síðasta vors. Samkvæmt þeim hefur Of Monsters and Men selt um 11 þúsund eintök af plötu sinni en frá síðasta vori hefur sú tala tvöfaldast og er listinn því ekki lengur marktækur hvað þá plötu varðar. Dýrð í dauðaþögn var ekki komin út þegar tölurnar voru teknar saman en væri núna í öðru af tveimur efstu sætunum ásamt My Head Is An Animal. Þetta er sérlega góður árangur því platan kom út í september í fyrra á meðan hinar plöturnar hafa verið fáanlegar í einhver ár eða áratugi. Svona leit listinn út síðasta vor: 1. Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga (1976) um 20.000 eintök 2. Stuðmenn – Sumar á Sýrlandi (1975) um 19.000 eintök 3. Írafár – Allt sem ég sé (2002) um 19.000 eintök 4. Garðar Cortes – Cortes (2005) um 16.000 eintök 5. Sigur Rós – Von (1997) um 16.000 eintök 6. Óskar Pétursson – Aldrei einn á ferð (2003) um 14.000 eintök 7. Bubbi Morthens – Ísbjarnarblús (1980) um 13.500 eintök 8. Lay Low – Please don't hate me (2006) um 11.500 eintök 9. Jóhanna Guðrún – 9 (2000) um 11.000 eintök 19. Mugison – Mugimama is this monkeymusic? (2004) um 11.000 eintök 11. Of monsters and men – My head is an animal (2011) um 11.000 eintök 12. Selma – I am (1999) um 10.500 eintök 13. Hjálmar – Hjálmar (2005) um 10.500 eintök 14. XXX Rottweiler hundar – XXX Rottweilerhundar (2001) um 10.500 eintök
Tónlist Mest lesið Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Timberlake gengst við ölvunarakstri Lífið „Myndin byggir á minni eigin lífsreynslu“ Bíó og sjónvarp Chad McQueen er látinn Lífið „Sáu allar til þess að ég kæmist til manns, þeim á ég allt að þakka“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Lífið Ísland mun taka þátt í Eurovision Lífið Frumsýning á Vísi: Átta ára ferðalag kúreka norðursins Lífið „Mig langaði að eiga vini og verða vinsæll“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Landsliðsmaður gefur út lag með pabba sínum Taylor Swift jafnaði met Beyoncé á VMA Myndaveisla: Ofurfjör á Októberfest Sáu ekki fyrir sér vinsældirnar en fagna nú 36 árum Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn Gáfu tóndæmi af Barfly í beinni Aldrei séð annað eins: IceGuys seldi nítján þúsund miða Herra Hnetusmjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi Samtalið órjúfanlegur hluti af sköpuninni Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Segir Marr hafa stöðvað endurkomu The Smiths Fjörutíu blaðamönnum boðið en enginn mætti Stormaði út með látum en gafst svo upp á skrifstofustarfinu Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Slíðra sverðin og boða endurkomu sveitarinnar Snorri valinn á lista 20 undir 30 hjá tímaritinu IQ Valin á lista efstu tuttugu hjá Norðurlöndunum Helgi Björns með splunkunýtt tónlistarmyndband Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Aron Can með stóra tónleika erlendis Haustinu fagnað með tónleikum á Kaffi Flóru Nýdönsk og ADHD fá hvorar tvær milljónirnar „Ég á mjög auðvelt með að standa með þessu öllu saman“ Pétur Jökull er Pj Glaze Tileinkar lagið trans fólki: „Hefur verið mikill tilfinningarússíbani“ Ingi Bauer, VÆB og Stefán Berg bjóða upp á Stemningu Frumsýning á Vísi: „Þetta er alveg ný hlið á mér“ Börn og sjálfstæðismenn velkomin í fylgd með forráðamönnum Ghostigital þruma út nýju lagi eftir níu ár Frumsýning á Vísi: Nýdönsk á slóðum Peter Gabriel og fleiri goðsagna Sjá meira