Innlent

Skrímsli sást á Eyrarbakka - björgunarsveitin kölluð út

Gissur Sigurðsson skrifar
Engu var líkara en fjörulalli hefði gengið á land á Eyrarbakka í gærkvöldi. Fólk á kvöldgöngu sá hvar eitthvert svart flykki birtist skyndilega upp úr fjörunni og stefndi á það með fyrirgangi og gleðilátum, sneri svo við og hvarf sjónum út í myrkrið og niður í fjöruna aftur.

Þrátt fyrir að fólkinu hafi brugðið áttaði það sig á að þetta var svartur Labrador hundur og þar sem hann var með endurskinsbeisli, líkt og þjónustuhundar við blinda, lét það lögreglu vita sem gekki í málið og leiddi rannsókn í ljós að hundurinn hafði skotist frá heimili sínu og heim aftur, án þess að eigandinn yrði þess var og var útkall björgunarsveitar þá afturkallað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×