Enski boltinn

Enginn skítamórall í klefa Newcastle

Papiss Cisse.
Papiss Cisse.
Það hefur lítið gengið hjá Newcastle í vetur og sögusagnir eru um að allt sé vitlaust í búningsklefa félagsins þar sem stór hluti leikmanna talar frönsku.

Forráðamenn Newcastle eru ekki hrifnir af þessum sögum og þeir hafa lagt sig fram við að jarða þær.

"Félagið ætlar sér að komast aftur á rétta braut á vellinum og það eru allir að vinna saman að því markmiði. Það hjálpar ekki til þegar verið er að búa til lygar," sagði framkvæmdastjóri félagsins, Derek Llambias.

"Það standa allir saman og menn eru að einbeita sér að leiknum gegn West Ham um helgina. Það vilja allir það besta fyrir félagið. Auðvitað er enginn ánægður með úrslitin í síðustu leikjum en það styrkir menn og þjappar þeim saman. Það er enginn klofningur í hópnum," sagði Papiss Cisse, leikmaður félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×