Enski boltinn

Welbeck aðeins búinn að skora tvö mörk í vetur

Welbeck fagnar gegn Real Madrid í vetur.
Welbeck fagnar gegn Real Madrid í vetur.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engar áhyggjur af framherjanum Danny Welbeck þó svo hann sé aðeins búinn að skora tvö mörk í vetur. Welbeck skoraði tólf mörk í fyrra.

Welbeck hefur spilað talsvert í vetur og í ýmsum stöðum.

"Það er vissulega mikill munur á þessum tölum. Ég hef samt ekki áhyggjur af þessu því hann er að spila vel og kemur sér í færi. Með slíku hugrekki á hann alltaf eftir að skora fullt af mörkum," sagði Ferguson.

"Kannski kann hann ekki að meta hvað ég læt hann spila margar stöður og við höfum kannski gert aðeins of mikið af því miðað við hvað hann er ungur. Við kunnum samt að meta hann og þess vegna fær hann tækifæri í öllum þessum stöðum. Það er ómetanlegt að hafa mann eins og hann í hópnum, maður sem getur aðlagað sig að ýmsum stöðum. Hann mun finna enda sem framherji þegar hann hefur náð ákveðnum þroska. Þá koma mörkin reglulega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×