Íslensku stelpurnar lykillinn að árangri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2013 00:01 Dagný, Berglind og félagar í fluginu á leið í undanúrslitin. Mynd/Florida State Ljóst er að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í knattspyrnukeppni NCAA kvennamegin í ár. Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur þeirra í háskólaliði Florida State eru komnar í undanúrslitin og þykja líklegar til afreka. Florida State, sem vann sigur í Atlantshafsdeildinni á dögunum, mætir Virginia Tech í kvöld. Í hinum leiknum mætast Virginia og UCLA. Þegar kemur að kvennaknattspyrnu er ljóst að styrkleiki í efstu deild háskólaboltans vestanhafs jafnast á við við margar deildir í Evrópu.Í upphitun ESPN fyrir undanúrslitin í kvöld er farið yfir styrkleika og veikleika hvers liðs fyrir sig. Í umfjölluninni um Florida State er liðið sagt sérstaklega alþjóðlegt líkt og undanfarin ár. Þannig hafi þjálfarinn Mark Krikorian horft langt út í heim til þess að styrkja sitt lið. Alls hafi 21 leikmaður utan Bandaríkjanna spilað undir stjórn Krikorians hjá skólanum frá árinu 2005. Sumir hafi slegið í gegn en aðrir farið heim með skottið á milli lappanna. Þriðja árið í röð og sjötta tímabilið af níu í tíð Krikorians hefur Florida State komist í undanúrslit. Stuðningsmenn skólans bíða spenntir eftir því að sjá hvort liðinu takist að brjóta undanúrslitamúrinn. Blaðamaður ESPN segir lykilinn að því að stíga skrefið stóra felast í einu landi og tveimur leikmönnum, Íslendingunum Berglindi og Dagnýju. Dagný spilar fremst á miðjunni fyrir aftan Berglindi sem er í stöðu framherja. Báðar hafa skorað mörg mörk og mikilvæg á tímabilinu. „Þær hreyfa sig vel með og án bolta,“ segir Chugger Adair, þjálfari mótherjanna í Virgnia Tech, sem tvívegis hefur mátt sætta sig við tap fyrir Florida State á tímabilinu. „Þær eru kannski ekki fljótustu leikmennirnir en klókir, líkamlega sterkir og geta breytt gangi leiksins á skömmum tíma.“ Dagný skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Atlantshafsdeildarinnar á dögunum. Adair segir þær íslensku láta finna vel fyrir sér og nýta reynslu sína vel þegar mikið liggi við. Vísar hann þar meðal annars í reynslu Dagnýjar með kvennalandsliði Íslands. Leikurinn hjá Berglindi og Dagnýju í kvöld hefst klukkan 22. Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira
Ljóst er að nýtt nafn verður skrifað á bikarinn í knattspyrnukeppni NCAA kvennamegin í ár. Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur þeirra í háskólaliði Florida State eru komnar í undanúrslitin og þykja líklegar til afreka. Florida State, sem vann sigur í Atlantshafsdeildinni á dögunum, mætir Virginia Tech í kvöld. Í hinum leiknum mætast Virginia og UCLA. Þegar kemur að kvennaknattspyrnu er ljóst að styrkleiki í efstu deild háskólaboltans vestanhafs jafnast á við við margar deildir í Evrópu.Í upphitun ESPN fyrir undanúrslitin í kvöld er farið yfir styrkleika og veikleika hvers liðs fyrir sig. Í umfjölluninni um Florida State er liðið sagt sérstaklega alþjóðlegt líkt og undanfarin ár. Þannig hafi þjálfarinn Mark Krikorian horft langt út í heim til þess að styrkja sitt lið. Alls hafi 21 leikmaður utan Bandaríkjanna spilað undir stjórn Krikorians hjá skólanum frá árinu 2005. Sumir hafi slegið í gegn en aðrir farið heim með skottið á milli lappanna. Þriðja árið í röð og sjötta tímabilið af níu í tíð Krikorians hefur Florida State komist í undanúrslit. Stuðningsmenn skólans bíða spenntir eftir því að sjá hvort liðinu takist að brjóta undanúrslitamúrinn. Blaðamaður ESPN segir lykilinn að því að stíga skrefið stóra felast í einu landi og tveimur leikmönnum, Íslendingunum Berglindi og Dagnýju. Dagný spilar fremst á miðjunni fyrir aftan Berglindi sem er í stöðu framherja. Báðar hafa skorað mörg mörk og mikilvæg á tímabilinu. „Þær hreyfa sig vel með og án bolta,“ segir Chugger Adair, þjálfari mótherjanna í Virgnia Tech, sem tvívegis hefur mátt sætta sig við tap fyrir Florida State á tímabilinu. „Þær eru kannski ekki fljótustu leikmennirnir en klókir, líkamlega sterkir og geta breytt gangi leiksins á skömmum tíma.“ Dagný skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Atlantshafsdeildarinnar á dögunum. Adair segir þær íslensku láta finna vel fyrir sér og nýta reynslu sína vel þegar mikið liggi við. Vísar hann þar meðal annars í reynslu Dagnýjar með kvennalandsliði Íslands. Leikurinn hjá Berglindi og Dagnýju í kvöld hefst klukkan 22.
Fótbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Sjá meira