Innlent

Tillögur um skuldalækkun samþykktar

Samúel Karl Ólason skrifar
Niðurstöður sérfræðihópsins voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Niðurstöður sérfræðihópsins voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Mynd/GVA
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagna sérfræðingahópsins um höfuðstólalækkun verðtryggðra húsnæðislána. Tillögurnar og aðgerðaráætlunin verða kynntar á sérstökum fréttamannafundi á morgun og á vef forsætisráðuneytisins í framhaldi af því.

Niðurstöður hópsins voru kynntar á ríkisstjórnarfundi klukkan tíu í morgun og þar var samþykkt að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna, meðal annars smíði lagafrumvarpa á grundvelli þeirra. „Útfærsla tillagnanna felur í sér viðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa,“ segir í fréttinni.


Tengdar fréttir

Skuldatillögur kynntar á morgun

Sérfræðihópur ríkisstjórnarinnar um skuldamál heimilanna hefur lokið störfum og skilað tilllögum til forsætisráðherra. Kostnaður vegna skuldaleiðréttingar er talinn nema um 150 milljörðum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×