Enski boltinn

Sir Alex: Enski bikarinn er mikilvægur titill fyrir okkur í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez skoraði tvö mörk í leiknum of Wayne Rooney skoraði eitt.
Javier Hernandez skoraði tvö mörk í leiknum of Wayne Rooney skoraði eitt. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var sáttur með sína menn eftir 4-1 sigur á Fulham á Old Trafford í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Sigur United var sannfærandi og hefði auðveldlega getað orðið mun stærri.

„Enski bikarinn er mikilvægur titill fyrir okkur á þessu tímabili því við höfum ekki unnið hann í tíu ár. Rio Ferdinand hefur aldrei unnið bikargull og við þurfum að gera eitthvað í því," sagði Sir Alex Ferguson kátur í viðtali við BBC í leikslok.

Javier Hernandez skoraði tvö mörk í leiknum en Wayne Rooney skoraði eitt og hefði getað skorað fleiri. Sir Alex gat leyft sér að hvíla Robin Van Persie, markahæsta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar, á bekknum allan leikinn.

„Við vorum með fjóra frábæra framherja 1999 en þeir fjórir sem við höfum núna eru alveg eins góður. Ef við getum fengið fjóra leikmenn til að skora í kringum 20 mörkin þá erum við í virkilega góðum málum," sagði Ferguson.

Robin Van Persie hefur skorað 22 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, Javier Hernandez er kominn með 14 mörk og Rooney var að skora sitt tíunda mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×