Hestamenn ríða þvert yfir Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2013 10:53 Hestamennirnir Ólafur Finnbogason, Pétur Óli Pétursson, Magnús Pétursson og Sigurður Sævar Sigurðsson lögðu upp í fyrri áfangann frá Látrabjargi þann 30. júní í fyrrasumar. Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. Fyrri áfangann, frá Vestfjörðum til Skagafjarðar, riðu þeir í fyrrasumar á tólf dögum og áætla þeir jafnmarga daga í síðari legginn. Fjórmenningarnir í þessum fyrsta reiðtúr sem vitað er um þessa leið þvert yfir Ísland eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Þeir verða með 15-16 hesta til reiðar. Þeir lögðu upp frá Vindheimum á hádegi í gær og var fyrsta dagleiðin að Hálfdánartungum, við rætur Hörgárdalsheiðar. Í dag áforma þeir að ríða að bænum Skriðu í Hörgárdal og á morgun að Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þaðan áforma þeir að fara á mánudag um Bíldsárskarð yfir í Fnjóskadal og að Stóruvöllum í Bárðardal. Dagana þar á eftir liggur leiðin um Stöng og Álftagerði í Mývatnssveit, yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum og síðan verður gamla þjóðleiðin riðin austur Möðrudalsöræfi. Næstkomandi fimmtudag áforma þeir að koma í hlað á Möðrudal. Þaðan halda fjórmenningarnir að Sænautaseli og síðan niður á Jökuldal hjá Hákonarstöðum og Klausturseli, yfir Fljótsdalsheiði og á laugardag eftir viku hyggjast þeir koma niður í Fljótsdal hjá Bessastöðum við Skriðuklaustur. Síðustu þrjá dagana gerir áætlunin ráð fyrir að riðið verði úr Fljótsdal að Útnyrðingsstöðum við Egilsstaði, þaðan um Fagradal og yfir Mjóafjarðarheiði að Brekku í Mjóafirði. Síðasti áfanginn er svo út að Dalatanga en þangað vonast fjórmenningarnir til að ná þriðjudaginn 16. júlí.Fjórmenningarnir áætla að koma á Dalatanga þann 16. júlí. Tengdar fréttir Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00 Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. Fyrri áfangann, frá Vestfjörðum til Skagafjarðar, riðu þeir í fyrrasumar á tólf dögum og áætla þeir jafnmarga daga í síðari legginn. Fjórmenningarnir í þessum fyrsta reiðtúr sem vitað er um þessa leið þvert yfir Ísland eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Þeir verða með 15-16 hesta til reiðar. Þeir lögðu upp frá Vindheimum á hádegi í gær og var fyrsta dagleiðin að Hálfdánartungum, við rætur Hörgárdalsheiðar. Í dag áforma þeir að ríða að bænum Skriðu í Hörgárdal og á morgun að Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þaðan áforma þeir að fara á mánudag um Bíldsárskarð yfir í Fnjóskadal og að Stóruvöllum í Bárðardal. Dagana þar á eftir liggur leiðin um Stöng og Álftagerði í Mývatnssveit, yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum og síðan verður gamla þjóðleiðin riðin austur Möðrudalsöræfi. Næstkomandi fimmtudag áforma þeir að koma í hlað á Möðrudal. Þaðan halda fjórmenningarnir að Sænautaseli og síðan niður á Jökuldal hjá Hákonarstöðum og Klausturseli, yfir Fljótsdalsheiði og á laugardag eftir viku hyggjast þeir koma niður í Fljótsdal hjá Bessastöðum við Skriðuklaustur. Síðustu þrjá dagana gerir áætlunin ráð fyrir að riðið verði úr Fljótsdal að Útnyrðingsstöðum við Egilsstaði, þaðan um Fagradal og yfir Mjóafjarðarheiði að Brekku í Mjóafirði. Síðasti áfanginn er svo út að Dalatanga en þangað vonast fjórmenningarnir til að ná þriðjudaginn 16. júlí.Fjórmenningarnir áætla að koma á Dalatanga þann 16. júlí.
Tengdar fréttir Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00 Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00
Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30