Hestamenn ríða þvert yfir Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 6. júlí 2013 10:53 Hestamennirnir Ólafur Finnbogason, Pétur Óli Pétursson, Magnús Pétursson og Sigurður Sævar Sigurðsson lögðu upp í fyrri áfangann frá Látrabjargi þann 30. júní í fyrrasumar. Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. Fyrri áfangann, frá Vestfjörðum til Skagafjarðar, riðu þeir í fyrrasumar á tólf dögum og áætla þeir jafnmarga daga í síðari legginn. Fjórmenningarnir í þessum fyrsta reiðtúr sem vitað er um þessa leið þvert yfir Ísland eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Þeir verða með 15-16 hesta til reiðar. Þeir lögðu upp frá Vindheimum á hádegi í gær og var fyrsta dagleiðin að Hálfdánartungum, við rætur Hörgárdalsheiðar. Í dag áforma þeir að ríða að bænum Skriðu í Hörgárdal og á morgun að Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þaðan áforma þeir að fara á mánudag um Bíldsárskarð yfir í Fnjóskadal og að Stóruvöllum í Bárðardal. Dagana þar á eftir liggur leiðin um Stöng og Álftagerði í Mývatnssveit, yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum og síðan verður gamla þjóðleiðin riðin austur Möðrudalsöræfi. Næstkomandi fimmtudag áforma þeir að koma í hlað á Möðrudal. Þaðan halda fjórmenningarnir að Sænautaseli og síðan niður á Jökuldal hjá Hákonarstöðum og Klausturseli, yfir Fljótsdalsheiði og á laugardag eftir viku hyggjast þeir koma niður í Fljótsdal hjá Bessastöðum við Skriðuklaustur. Síðustu þrjá dagana gerir áætlunin ráð fyrir að riðið verði úr Fljótsdal að Útnyrðingsstöðum við Egilsstaði, þaðan um Fagradal og yfir Mjóafjarðarheiði að Brekku í Mjóafirði. Síðasti áfanginn er svo út að Dalatanga en þangað vonast fjórmenningarnir til að ná þriðjudaginn 16. júlí.Fjórmenningarnir áætla að koma á Dalatanga þann 16. júlí. Tengdar fréttir Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00 Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Fjórir hestamenn, sem ætla ríðandi milli Bjargtanga og Dalatanga, og brúa þannig vestustu og austustu byggðir Íslands, Vesturbyggð og Fjarðabyggð, lögðu í gær upp í seinni áfanga leiðangursins, frá Skagafirði til Austfjarða. Fyrri áfangann, frá Vestfjörðum til Skagafjarðar, riðu þeir í fyrrasumar á tólf dögum og áætla þeir jafnmarga daga í síðari legginn. Fjórmenningarnir í þessum fyrsta reiðtúr sem vitað er um þessa leið þvert yfir Ísland eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Þeir verða með 15-16 hesta til reiðar. Þeir lögðu upp frá Vindheimum á hádegi í gær og var fyrsta dagleiðin að Hálfdánartungum, við rætur Hörgárdalsheiðar. Í dag áforma þeir að ríða að bænum Skriðu í Hörgárdal og á morgun að Svertingsstöðum í Eyjafirði. Þaðan áforma þeir að fara á mánudag um Bíldsárskarð yfir í Fnjóskadal og að Stóruvöllum í Bárðardal. Dagana þar á eftir liggur leiðin um Stöng og Álftagerði í Mývatnssveit, yfir Jökulsá hjá Grímsstöðum á Fjöllum og síðan verður gamla þjóðleiðin riðin austur Möðrudalsöræfi. Næstkomandi fimmtudag áforma þeir að koma í hlað á Möðrudal. Þaðan halda fjórmenningarnir að Sænautaseli og síðan niður á Jökuldal hjá Hákonarstöðum og Klausturseli, yfir Fljótsdalsheiði og á laugardag eftir viku hyggjast þeir koma niður í Fljótsdal hjá Bessastöðum við Skriðuklaustur. Síðustu þrjá dagana gerir áætlunin ráð fyrir að riðið verði úr Fljótsdal að Útnyrðingsstöðum við Egilsstaði, þaðan um Fagradal og yfir Mjóafjarðarheiði að Brekku í Mjóafirði. Síðasti áfanginn er svo út að Dalatanga en þangað vonast fjórmenningarnir til að ná þriðjudaginn 16. júlí.Fjórmenningarnir áætla að koma á Dalatanga þann 16. júlí.
Tengdar fréttir Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00 Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Hestamennirnir komnir í Hrútafjörð Hestamennirnir fjórir, sem fyrir viku lögðu upp í leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands, eru væntanlegir í Hrútafjörð í kvöld. Þar með hafa þeir riðið bæði um Vestfirði og Vesturland en í dag fara þeir úr Dalasýslu yfir í Strandasýslu. Fjórmenningarnir, þeir Magnús Pétursson, Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson, hafa sextán hesta til reiðar. 7. júlí 2012 20:00
Fara ríðandi milli Látrabjargs og Gerpis Fjórir hestamenn og sextán hestar hefja í dag leiðangur milli Látrabjargs og Gerpis, vestasta og austasta odda Íslands. Þeir sem þannig ætla ríðandi þvert yfir landið eru bræðurnir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari og Pétur Óli Pétursson, Ólafur Finnbogason og Sigurður Sævar Sigurðsson. Leiðinni skipta þeir í tvo áfanga. 30. júní 2012 11:30