Enski boltinn

Liverpool blómstraði í fjarveru Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool gerði sér lítið fyrir og vann 6-0 stórsigur á Newcastle á útivelli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Luis Suarez tók út sinn fyrsta leik í tíu leikja banninu sem hann fékk fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, um síðustu helgi.

Um fátt annað hefur verið rætt í knattspyrnuheiminum undanfarna daga en leikmenn Liverpool sýndu í dag hversu megnugir þeir geta verið án Suarez.

Daniel Agger opnaði markaveisluna strax á þriðju mínútu með skallamarki. Jordan Henderson bætti öðru eftir laglega skyndisókn við áður en fyrri hálfleikur var flautaður af.

Daniel Sturridge, sem byrjaði í fremstu víglínu í fjarveru Suarez, skoraði tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks. Varamaðurinn Fabio Borini bætti fimmta markinu við og Henderson svo því sjötta, beint úr aukaspyrnu.

Newcastle lék hörmulega í dag og Matieu Debuchy bætti gráu á svart þegar hann fékk rautt spjald fyrir sína aðra áminningu á 75. mínútu. Henderson skoraði svo úr aukaspyrnunni.

Liverpool er nú með 54 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Newcaastle er í sextánda sæti með 37 stig. Liðið er nú fimm stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×