Enski boltinn

Glæsimark Toure sá um West Ham

Nordic Photos / Getty Images
Manchester City styrkti stöðu sína í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sergio Agüero kom City yfir í fyrri hálfleik eftir snarpa sókn City-manna og stoðsendingu Samir Nasri.

Nasri og Carlos Tevez fengu svo fín færi áður en að Yaya Toure tvöfaldaði forskot sinna manna með glæsilegu marki. Hann skrúfaði boltann upp í markhornið með skoti utan vítateigs.

Andy Carroll klóraði svo í bakkann fyrir gestina á lokamínútu uppbótartímans en Joe Hart missti skot hans klaufalega inn fyrir marklínuna.

City er með 71 stig í öðru sæti deildarinnar en Manchester United er þegar búið að tryggja sér titillinn. West Ham er í tíunda sæti með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×