Enski boltinn

King handtekinn fyrir glæfraakstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Marlon King, leikmaður Birmingham, var handtekinn í gær grunaður um glæfraakstur og að hafa valdið þriggja bíla árekstri.

35 ára karlmaður slasaðist alvarlega á fæti í slysinu og var fluttur á sjúkrahús.

Lögreglan þurfti að loka veginum í tvær og hálfa klukkustund eftir slysið en aðrir bílstjórar og farþegar hlutu minniháttar meiðsli.

King hefur ekki spilað með Birmingham síðan í mars en þá gekkst hann undir aðgerð vegna meiðsla á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×