Umferðarmerkingar gætu skapað vegfarendum hættu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. ágúst 2013 19:36 Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki." Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki."
Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira