Umferðarmerkingar gætu skapað vegfarendum hættu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. ágúst 2013 19:36 Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki." Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki."
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira