Umferðarmerkingar gætu skapað vegfarendum hættu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. ágúst 2013 19:36 Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki." Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira
Ekkert samráð var haft við Strætó bs. áður en þrenging Hofsvallagötu hófst í sumar. Þetta segir sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó og bendir á að umferðarteppur myndist á götunni. Reykjavíkurborg hefur staðið í þrengingum gatna á nokkrum stöðum í sumar, þar á meðal á Hofsvallagötu og á Snorrabraut. Þessar breytingar fallið misvel í kramið hjá íbúum og bílstjórum. Einar Kristjánsson, sviðsstjóri Skipulags- og þróunarsviðs hjá Strætó segir að vagnstjórar hafi bent á að umferðin gangi mun hægar núna á þessum stöðum og þykir Hofsvallagata erfið yfirferðar núna. Þetta leiði til þess að óþolinmæði aukist hjá bílstjórum. „Umferðarteppurnar myndast náttúrulega helst við gatnamótin. Þar gengur umferðin mjög hægt og enn hægar þegar vegfarendur þvera götuna," segir Einar. Einar ítrekar að skortur hafi verið á samráði við Strætó. „Það var ekkert samráð haft við Strætó í sambandi við Hofsvallagötu. En við vorum með í umræðunni með þrengingu Snorrabrautar. Þar bentum við á að það væri hægt að hafa sérakrein fyrir strætó, á sama hátt og gert er á Miklubraut. Sú akrein myndi þá nýtast lögreglu og sjúkrabílum." Í samtali við fréttastofu í dag sagði Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri Umferðardeildar hjá lögreglunni að sendar hafi verið ábendingar og athugasemdir til Reykjavíkurborgar um framkvæmdirnar á Hofsvallagötu. Þar er sett út á að umferðarmerkingar í götunni samræmast ekki reglugerðum og geti því verið varasamar. Umferðarmerkingar sem ekki hafa verið skilgreindar af stjórnvöldum í merkjagerðum um hvað þær eiga að boða geti valdið ruglingi, skapað réttaróvissu og jafnvel skapað vegfarendum hættu. Svar við þessum athugasemdum hefur ekki borist frá borgaryfirvöldum. Sigrún Þorsteinsdóttir, forvarnarfulltrúi hjá VÍS segir að tölur hjá tryggingafélaginu sýni að breytingar á gatnakerfi, sérstaklega þar sem mikið er um nýjungar, eykur slysatíðni. „Ég held að þegar verið að fara í svona framkvæmdir þá skiptir fræðslan svo rosalegu miklu máli. Að koma umfjöllun af stað, sama hvernig henni er háttað," segir Sigrún. Sigrún fagnar áætlunum borgarinnar að hægja á umferð í hverfum en þó sé eitt og annað sem setji megi út á hvað varðar breytingarnar á Hofsvallagötu. Þar tekur hún undir með áhyggjum Einars hjá Strætó. „Það hefur sýnt sig að aftanákeyrslum fjölgar til muna við svona framkvæmdir. Þegar maður fylgist með umferðinni á Hofsvallagötu í dag þá eru þeir sem eru að beygja til hægri komnir yfir hjólreiðastíginn. Þarna þarf að koma með aðgerðir til að benda fólki á hvað er leyfilegt hvað ekki."
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Sjá meira