Áhyggjur af heitu vatni og sólarljósi ástæðulausar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 13:16 Hilmar hefur engar áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana. samsett mynd Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira