Áhyggjur af heitu vatni og sólarljósi ástæðulausar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. ágúst 2013 13:16 Hilmar hefur engar áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana. samsett mynd Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“ Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira
Hilmar Malmquist, nýráðinn safnstjóri Náttúruminjasafns Íslands, vísar ummælum þess efnis að Perlan sé óákjósanlegur staður fyrir safnið á bug. Helgi Torfason, fyrrverandi safnstjóri, og Georg B. Friðriksson, fyrrverandi starfsmaður safnsins, gagnrýna báðir fyrirhugaðan flutning safnsins í Perluna í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja Perluna óhentuga fyrir sýningar og tala um aðstöðuleysi. Þetta segir Hilmar vera misskilning. „Það hefur verið starfandi hópur af fólki sem hefur verið að velta fyrir sér möguleikum þess að nota Perluna. Þarna eru saman komnir helstu sýningarhönnuðir landsins, arkitektar, verkfræðingar, náttúrufræðingar og tæknimenn, og þeir hafa komist að því að Perlan geti vel hentað undir starfsemi safnsins.“ Hilmar segir að ekki bara gangi húsnæðið ágætlega upp fyrir sýningarstarfsemi heldur sé líka hægt að nota Öskjuhlíðina og nærumhverfið í starfseminni. „Þetta er auðvitað frábær landfræðileg staðsetning og mjög þekkt kennileiti. Þetta er eitt af því sem vegur þungt við kosti Perlunnar,“ segir Hilmar.Heita vatnið ekki áhyggjuefni Helgi hefur áhyggjur af nálægð safnsins við hitaveitutankana, og telur varhugavert að hafa verðmætt safn innan um vatnstanka fulla af heitu vatni. Þá telur Georg að byrgja þurfi alla glugga í miðrými til að vernda sýningargripi frá sólarljósi. Þetta segir Hilmar að séu ástæðulausar áhyggjur. „Ég hef sjálfur starfað við sýningarhald í tuttugu ár og hef mun meiri reynslu af þessu en fyrrverandi forstöðumaður safnsins. Ég þekki því þessa hluti eilítið betur. Fyrir 95 prósent sýningarmunanna skiptir birtan ekki máli. Fyrir þá hluti sem ekki mega vera undir dagsbirtu verður bara búið svo um hnútana að þeir skemmist ekki. Einn tankanna er gluggalaus og hentar vel undir þetta til dæmis. Þar að auki þá hrynur Reykjavíkurborg fyrr en að einhver munur skemmist af heitu vatni í Perlunni. Byggingin var opnuð 1991 og ætli það hafi ekki fjórar milljónir manna heimsótt hana og enginn brennt sig hingað. Þetta er mannvirki sem er hannað til að standast býsna mikinn hamagang.“ Hilmar segir að viðunandi húsnæðis fyrir safnið hafi verið beðið í 124 ár og þrátt fyrir að Perlan sé ekki sérsniðið fyrir safnið eða það allra ákjósanlegasta þá hafi hún marga fína kosti. Rekstrarmöguleikar séu miklir og nefnir Hilmar til dæmis straum erlendra ferðamanna í Perluna. „Þarna koma á milli 300 og 500 þúsund gestir á ári, fyrst og fremst erlendir ferðamenn. Það er slæmt ef það á að kæfa þenna draum við fæðingu eftir áralanga bið.“Leigusamningur sagður of dýr Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt leigusamning safnsins við Perluna, en samningurinn er til 15 ára og óuppsegjanlegur. Leigukostnaður er sagður um 80 milljónir á ári og sem gerir heildarleigukostnað á tímabilinu um 1.200 milljónir króna. Þetta segir Guðlaugur að sé allt of dýrt og mögulegt sé að Alþingi muni ekki samþykkja samninginn. „Þetta kostar auðvitað sitt, en það gerir öll þjónusta,“ segir Hilmar um gagnrýni Guðlaugs. „Þetta er eitt af höfuðsöfnum Íslands og það á ekki einu sinni skrifstofuhúsnæði. Þorgerður Katrín samþykkti lög um stofnunina á sínum tíma og á þakkir skilið en það er ekki nóg að setja lög. Það þarf að reka batteríið líka.“
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Sjá meira