Ráðgáta um goshlé í hinni síminnkandi Surtsey leyst Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2013 09:30 Surtsey hefur minnkað um helming síðan þessi mynd var tekin árið 1967. Útlínur eyjarinnar eins og hún er nú má sjá á myndinni. Mynd/Landmælingar Íslands Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof. Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Surtsey hefur minnkað um helming frá því að gosi lauk. „Við höldum að eyjan verði svipuð ásýndum og þær gömlu Vestmannaeyjar sem eru norðvestur af Surtsey,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur, sem hefur rannsakað Surtsey frá upphafi. Hann segir minnkun eyjarinnar orsakast af miklu sjávarrofi. Sveinn heldur í dag fyrirlestur um rannsóknir sínar á alþjóðlegri vísindaráðstefnu, Surtsey 50 ára, sem hófst formlega í gær og stendur til 15. ágúst. Ráðstefnan er haldin á Hótel Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. „Þetta er lengsta gos sem menn vita til á sögulegum tíma á Íslandi síðan landið var numið,“ segir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur um hið stórmerkilega Surtseyjargos. Hann hefur rannsakað Surtsey frá upphafi og gerði nýverið uppgötvun sem leysti áratuga gamla ráðgátu. „Við erum alltaf að læra eitthvað nýtt." „Við erum búin að reikna út hvenær bólstrabergið sem finnst á sjávarbotninum suður af Surtsey myndaðist,“ segir Sveinn. Hann hyggst greina nánar frá niðurstöðum rannsókna sinna í Surtsey á alþjóðlegri vísindaráðstefnu sem hefst á morgun í tilefni af hálfrar aldar afmæli eyjarinnar.Sveinn Jakobsson„Sigurður Þórarinsson hafði tekið eftir því að í maí og júní 1964 var ekkert hraunrennsli á yfirborði eyjarinnar,“ útskýrir hann. „Það var eins og það væri ekkert gos í Surtsey þessa tvo mánuði.“ Sveinn segir þó að fyrrnefndur Sigurður Þórarinsson, þekktur jarðfræðingur sem skrifaði meðal annars bók um gosið, hafi getið sér þess til að hraunið rynni hugsanlega í lokuðum göngum undir yfirborði sjávar. „Það var engin leið til að sannreyna þetta þá,“ segir hann. „En nú hefur okkur tekist að sýna fram á að bólstrabergið myndaðist þarna á þessum tíma, það varð ekkert hlé á gosinu, það rann bara á hafsbotninum. Þetta er óvenjulegt.“ Það var ekki auðvelt að nálgast þetta berg í því skyni að taka úr því sýni þar sem það liggur á 130 metra dýpi. Sveinn segir sjávarrof á eynni vera margfalt meira en áður var talið. „Þegar gosi lauk í júní 1967 var flatarmál Surtseyjar 2,65 ferkílómetrar en í fyrra, þegar síðasta loftmyndin var tekin af eyjunni, þá reyndist flatarmálið vera 1,30 ferkílómetrar,“ segir hann. Surtsey hefur því minnkað um helming að flatarmáli síðan það hætti að gjósa. „Það hefur verið gaman að fylgjast með þessu og reyna að ímynda sér hvernig þetta heldur áfram.“ Hann segist halda að Surtsey nái háum aldri þrátt fyrir hið mikla rof.
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira