Enski boltinn

Butland vill ekki fara til Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jack Butland.
Jack Butland. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jack Butland, markvörður b-deildarliðsins Birmingham City, hafnaði viðræðum við enska stórliðið Chelsea samkvæmt frétt á Guardian. Birmingham hafði samþykkt 3,5 milljón punda tilboð Chelsea í leikmanninn.

Jack Butland spilaði sinn fyrsta landsleik í ágúst síðastliðnum en umboðsmaður hans segir að markvörðurinn er ekki tilbúinn að fara í nýtt lið nema að vera viss um að fá að spila reglulega.

Butland er 19 ára gamall og einn allra efnilegasti markvörður Englands. Liverpool, Fulham, Newcastle og Manchester City hafa sýnt áhuga á að fá hann til sín og Southampton og Everton reyndu að krækja í hann fyrir tímabilið.

Jack Butland er á sínu fyrsta alvöru tímabili með Birmingham en hann var í láni hjá Cheltenham Town í ensku d-deildinni í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×