Enski boltinn

Coutinho kominn til Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur staðfest komu Philippe Coutinho til félagsins en hann kemur frá Inter á Ítalíu.

Coutinho er 20 ára gamall miðvallarleikmaður frá Brasilíu og gerði langtímasamning við Liverpool. Ekki er greint frá árafjölda samningstímans.

Tailð er að Liverpool hafi greitt um átta og hálfa milljón punda fyrir kappann, um 1,7 milljarð króna.

Inter keypti Coutinho frá Vasco da Gama árið 2008 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hann byrjaði að spila með aðalliðinu árið 2010 en spilaði líka sem lánsmaður hjá Espanyol á Spáni í fyrra.

Coutinho mun klæðast treyju númer 10 hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×