Enski boltinn

Mögnuð endurkoma hjá Arsenal

Walcott jafnar hér leikinn með firnaföstu skoti.
Walcott jafnar hér leikinn með firnaföstu skoti.
Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Arsenal á Emirates-vellinum í kvöld og var svo heppið að tapa ekki leiknum eftir allt saman.

Suarez skoraði fyrsta mark í upphafi. Fékk boltann í teignum eftir að Sturridge hafði látið verja frá sér. Suarez urðu ekki á nein mistök og setti boltann örugglega í netið.

Jordan Henderson skoraði svo magnað mark snemma í síðari hálfleik. Sólaði varnarmenn Arsenal upp úr skónum og lagði boltann í markið. Glæsilega gert.

Arsenal kom sér fljótt aftur inn í leikinn þegar Olivier Giroud skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir aukaspyrnu. Walcott jafnaði svo metin með frábæru skoti í teignum skömmu síðar. Ótrúleg endurkoma hjá heimamönnum.

Gylfi Þór Sigurðsson fékk að spila síðustu þrjár mínútur leiksins er Tottenham varð að sætta sig við jafntefli gegn Norwich.

Úrslit:

Arsenal-Liverpool 2-2

0-1 Luis Suarez (4.), 0-2 Jordan Henderson (60.), 1-2 Olivier Giroud (64.), 2-2 Theo Walcott (67.).

Everton-WBA 2-1

1-0 Leighton Baines (29.), 2-0 Leighton Baines, víti (45.+2), 2-1 Shane Long (65.).

Norwich-Tottenham 1-1

1-0 Wesley Hoolahan (31.), 1-1 Gareth Bale (80.).

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×