Enski boltinn

Man. Utd jók forskot sitt | Klúður hjá Chelsea

Kagawa og Rooney fagna í kvöld.
Kagawa og Rooney fagna í kvöld.
Man. Utd náði í kvöld sjö stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með naumum sigri á Southampton. Chelsea missti niður unnin leik á sama tíma.

Michael Carrick og David de Gea gerðu sig sekan um slæm mistök í upphafi leiksins sem Rodriguez nýtti sér. Sending Carrick til baka hörmuleg, De Gea náði ekki boltanum og eftirleikurinn auðveldur. Skelfilegt hjá báðum.

United var ekki lengi að því að jafna leikinn. Kagawa átti frábæra stungusendingu á Rooney sem skoraði örugglega einn gegn markverði.

Rooney skoraði svo sitt annað mark er hann skoraði af stuttu færi. Aukaspyrna Persie fór á kollinn á Evra sem skallaði fyrir markið þar sem Rooney var réttur maður á réttum stað.

Reading sýndi síðan ótrúlegan karakter með því að koma til baka gegn Chelsea. Le Fondre með ævintýralegt jöfnunarmark í lok uppbótartíma.

Úrslit:

Fulham-West Ham  3-1

1-0 Dimitar Berbatov (11.), 1-1 Kevin Nolan (47.), 2-1 Hugo Rodallega (48.), 3-1 Joey O'Brien, sjm (90.+1)

Man. Utd-Southampton  2-1

0-1 Jay Rodriguez (3.), 1-1 Wayne Rooney (8.), 2-1 Wayne Rooney (26.)

Reading-Chelsea  2-2

0-1 Juan Mata (45.+1), 0-2 Frank Lampard (66.), 1-2 Adam le Fondre (86.), 2-2 Adam le Fondre (90.+4)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×