Fótbolti

Birkir Már og félagar í Brann gerðu jafntefli við Strømsgodset

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birkir Már í leik með íslenska landsliðinu.
Birkir Már í leik með íslenska landsliðinu. mynd / daníel
Brann og Strømsgodset gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Birkir Már Sævarsson leikur með Brann.

Staðan var 0-0 í hálfleik en það var Erik Huseklepp sem kom heimamönnum í Brann yfir í upphafi síðari hálfleiksins eftir góða fyrirgjöf frá Stéphane Badji.

Øyvind Storflor jafnaði metin fyrir Strømsgodset á 65. mínútu leikins.

Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn fyrir Brann sem sjötta sæti deildarinnar með 34 stig en Strømsgodset er öðru sæti með 47 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×