Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í dag en liðið tapaði á heimavelli fyrir Sunderland 1-0.
Dejan Lovren gerði eina mark leiksins með skalla í upphafi síðari hálfleiksins.
„Við byrjuðum aldrei þennan leik,“ sagði Rodgers, í samtali við Sky Sports eftir leikinn.
„Liðið náði ekki sama flæði í sóknarleikinn eins og við höfum verið að sýna á tímabilinu. Virkilega svekkjandi úrslit og sérstaklega þar sem við höfðum ekki tapað á tímabilinu.“
„Við höfum verið frábærir á þessu tímabili en í dag fór liðið aldrei í gang. Núna verður liðið að leggjast yfir það sem fór úrskeiðis og reyna koma í veg fyrir að þetta komi fyrir aftur.“
Rodgers: Við byrjuðum aldrei leikinn
Stefán Árni Pálsson skrifar
