Enski boltinn

Gerrard skipar fólki að sýna Cole virðingu

Ashley Cole er umdeildur og stundum baulað á hann á heimavelli.
Ashley Cole er umdeildur og stundum baulað á hann á heimavelli.
Ashley Cole er ekki vinsælasti leikmaðurinn í enska landsliðinu en fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, krefst þess að stuðningsmenn enska liðsins sýni honum virðingu í leiknum gegn Brasilíu á morgun.

Ef Cole spilar, sem er ansi líklegt, þá mun hann spila sinn 100. landsleik fyrir England.

"Ég held að ef fólk tekur sér smá tíma í að hugsa hvað Cole hefur gert fyrir landsliðið á síðustu 10 eða 12 árum þá muni það fatta að frammistaða Cole hefur verið stórkostleg," sagði Gerrard.

"Ég hef aldrei spilað með neinum sem er jafn stöðugur í sínum leik og hann. Ef hann spilar þá á þetta að vera kvöldið hans Ashley. Við leikmenn veitum honum mikinn stuðning og vonum að fólkið í stúkunni geri það líka."

Cole nær líka öðrum áfanga í þessum leik en hann verður fyrsti enski landsliðsmaðurinn sem kemst í 100 leikja klúbbinn án þess að skora.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×