Leikur FC Gnistan og GrIFK í neðri deildum finnsku knattspyrnunnar fer í sögubækurnar fyrir tvö mögnuð atvik.
FC Gnistan leiddu í leiknum 3-2 og voru manni fleiri þegar komið var fram í viðbótartíma. Heimamenn fengu tvö úrvalsfæri til að tryggja sér sigurinn en fóru illa að ráði sínu. Í annað skiptið er um að ræða eitt ótrúlegasta klúður knattspyrnusögunnar þegar liðsfélögum tekst að klúðra málunum á einstakan hátt frammi fyrir opnu marki.
Á sjöundu mínútu í viðbótartíma skorar svo leikmaður gestaliðsins stórkostlegt mark langt utan af velli og tryggir GrIFK stig í leiknum. Leikurinn fór fram í maí en enginn verður svikinn af því að kíkja á þessi atvik sem áður eru nefnd. Þau má í spilaranum hér að ofan.
Ótrúlegt klúður og magnað mark
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti

Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti