Enski boltinn

Bíl Scholes stolið heima hjá honum

Það getur stundum borgað sig að vera duglegur og fara út og skafa af bílnum. Það hefur Paul Scholes, leikmaður Man. Utd, nú fengið að reyna en bílnum hans var stolið heima hjá honum.

Scholes var inn í eldhúsi að drekka morgunkaffið sitt og hafði bílinn í gangi fyrir utan á meðan. Hann var að bíða eftir að frostið þiðnaði af rúðunum.

Ef Scholes hefði farið í það að skafa og síðan keyrt af stað hefði bílnum ekki verið stolið. Bíræfinn þjófur settist nefnilega upp í bílinn í heimreiðinni hjá Scholes og keyrði í burtu.

Lögreglan í Manchester hefur gefið út viðvörun vegna þjófa sem stunda þessa iðju nú nánast daglega. Fólk í Manchester þarf því að rífa upp sköfuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×