Enski boltinn

Pochettino hótar að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Maruicio Pochettino, knattspyrnustjóri Southampton, segir að hann muni einnig hætta ef stjórnarformaður félagsins láti af störfum fyrir félagið.

Sá heitir Nicola Cortese og er ítalskur. Hann mun vera óánægður hversu lítinn stuðning hann hefur fengið innan raða félagsins en Cortese hefur skýra framíðarsýn fyrir félagið.

Cortese hefur verið lykilmaður í uppgangi liðsins en síðan hann tók við hefur liðið komist úr ensku C-deildina í úrvalsdeildina á fáeinum árum.

Cortese mun ákveða sig á næsta mánuði en Pochettino, sem tók við liðinu á miðju tímabili, hefur staðfest að hann muni fara ef Cortese verður ekki áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×