Fótbolti

Æfing landsliðsins færð inn í Fífuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laugardalsvöllur í morgun
Laugardalsvöllur í morgun mynd / KSÍ
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun æfa saman í dag en liðið leikur gegn Kýpur á föstudagskvöldið í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.

Æfingin átti að fara fram á Laugardalsvellinum en sökum snjókomu verður hún færð inn í Fífuna í Kópavogi.

Laugardalsvöllurinn mun vera þakinn snjó núna en samkvæmt vedur.is mun spáin vera á þá leið að snjórinn ætti að vera farinn fyrir föstudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×