Ekki hægt að byggja á fyrri kynferðisbrotum Stígur Helgason skrifar 25. október 2013 16:00 Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í gær. Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í gær Ómar Traustason, 51 árs, af ákæru um kynferðisbrot gegn pilti upp úr síðustu aldamótum, þegar pilturinn var 14 og 15 ára gamall. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ómar í vor í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notfært sér yfirburðastöðu sína gagnvart piltinum, veitt honum húsaskjól, gefið honum mat og nestispening, haldið að honum fíkniefnum, og ítrekað haft munnmök við hann á meðan hann svaf. Þá hafi hann í eitt skipti reynt að hafa við hann endaþarmsmök. Hæstiréttur segir hins vegar að þótt framburður piltsins, sem var kominn á þrítugsaldur þegar hann kærði brotin, hafi verið trúverðugur séu ákæruatriðin ósönnuð gegn eindreginni neitun Ómars. Engin „hlutræn sönnunargögn“ renni stoðum undir að hann hafi framið brotin. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sótti málið fyrir hönd Ríkissaksóknara og kveðst mjög vonsvikin með dóminn enda hafi hún verið sannfærð um sekt Ómars og talið sönnunargögn næg í málinu. „Þá taldi ég það skipta máli að sýnt var að ákærði hefði kynferðislegar hneigðir til drengja, samanber dóm Hæstaréttar frá árinu 1994 sem vikið er að í forsendum Hæstaréttar, en þar var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn nokkrum drengjum,“ segir Hulda Elsa. Þá fékk Ómar tíu mánaða fangelsisdóm. Meirihluti Hæstaréttar er ósammála þessu mati Huldu Elsu, og segir að þrátt fyrir þennan gamla dóm fái það ekki breytt þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hafi ekki axlað sönnunarbyrði í nýja málinu. Ingibjörg Benediktsdóttir. Þriðja sérálit IngibjargarIngibjörg Benediktsdóttir skilaði séráliti í máli Ómars og fór þar með gegn meðdómendum sínum, þeim Árna Kolbeinssyni, Markúsi Sigurbjörnssyni, Ólafi Berki Þorvaldssyni og Viðari Má Matthíassyni. Ingibjörg telur að ekki megi meta brotaþolanum í óhag að hafa ekki kært brotin fyrr en löngu eftir að þau hafi átt sér stað, enda hafi hann þá ekki náð þeim þroska sem til þurfti til að gera sér grein fyrir alvarleika þeirra. Því sé hún sammála niðurstöðu héraðsdóms. Þetta er í þriðja sinn á árinu sem Ingibjörg skilar séráliti þegar meirihluti Hæstaréttar snýr sakfellingu fyrir kynferðisbrot í sýknu. Í fyrsta skipti var um að ræða mál kennt við vélhjólasamtökin Hells Angels, þar sem Hæstiréttur komst að því að það væri ekki kynferðisbrot að setja fingur í leggöng og endaþarm konu, ef það hefði ekki kynferðislegan tilgang. Í annað skiptið var um að ræða dóm í máli Stefáns Loga Sívarssonar og Þorsteins Birgissonar, sem héraðsdómur hafði dæmt í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira