Fótbolti

Fellaini æfir með belgíska landsliðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fellaini í leiknum gegn Shakhtar  á dögunum
Fellaini í leiknum gegn Shakhtar á dögunum nordicphotos / getty
Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, er mættur til móts við belgíska landsliðið í knattspyrnu og mun æfa með liðinu á næstu dögum.

Þessi 25 ára miðjumaður meiddist í leik gegn Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku og var möguleiki á því að hann gæti þurft að fara í aðgerð og vera frá í sex vikur.

Belgar mæta Króötum í undankeppni HM á föstudaginn og spurning hvort Fellaini verði með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×