Fótbolti

Slóvenar áfram á sigurbraut - Svisslendingar komnir á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu.

Milivoje Novaković var maður kvöldsins í íslenska riðlinum því hann skoraði þrennu í leiknum þar af tvö fyrstu mörkin með mínútu millibili í upphafi leiks (13. og 14. mínútu. Novaković gerði svo út um leikinn með því innsigla þrennu sína á 49. mínútu.

Slóvenar töpuðu fyrsta leik ársins í undankeppni HM á heimavelli á móti Íslandi en hafa síðan unnið fjóra leiki í röð og þessi tólf stig hafa skilað liðinu upp í þriðja sæti riðilsins aðeins stigi á eftir Íslendingum. Sigurgangan hófst á 4-2 sigri á Íslandi á Laugardalsvellinum en slóvenska liðið hefur síðan unnið Albaníu (1-0), Kýpur (2-0) og svo Noreg í kvöld.

Svisslendingar þurftu þrjú stig í Albaníu til að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á HM. Xherdan Shaqiri og Michael Lang skoruðu mörk Svisslendinga í 2-1 sigri en bæði mörk svissneska liðsins komu i seinni hálfleiknum. Hamdi Salihi minnkaði muninn úr víti undir lok leiksins.

Þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð hjá svissneska landsliðinu en liðið varð í 10. sæti á HM 2006 og í 19. sæti á HM 2010.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×