Fótbolti

Ungverji dæmir leik Íslands og Kýpur | Var sendur heim á EM 2012

Stefán Árni Pálsson skrifar
István Vad
István Vad nordicphotos / getty
Ungverjinn István Vad mun dæma leik Íslands og Kýpur í kvöld sem fram fer á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Istvan Norbert Albert og Zsolt Attila Szpisják verða honum til aðstoðar í leiknum og fjórði dómarinn verður Tamás Bognár.

István Vad hefur dæmt á alþjóðlegum vettvangi frá árinu 2007 og hefur töluverða reynslu en hann er 34 ára. Faðir hans dæmdi í mörg ár og því dómgæsla í blóðinu.

Vad kom sér í fjölmiðlana árið 2012 þegar hann starfaði sem aðstoðardómari í leik Úkraínu og Englendinga á Evrópumótinu.

Marko Dević kom boltanum yfir marklínu Englendinga en John Terry, leikmaður Englands, renndi sér fyrir boltann og reyndi að bjarga á línu. 

Vad mat það svo að boltinn hefði ekki farið yfir línuna en endursýningar sýndu að hann fór í raun langt yfir marklínuna.

Dómarinn var sendur heim eftir leikinn og tók ekki meira þátt í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×