Belgía, Þýskaland og Sviss á HM - öll úrslitin í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 00:01 Spánverjar fagna í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Belgía, Þýskaland og Sviss tryggðu sér í kvöld öll farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar en þá fór næstsíðasta umferðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 fór fram. Rússar eru í frábærum málum eftir að Portúgal náði aðeins jafntefli á móti Ísrael og Spánverjum vantar bara eitt stig eftir 2-1 sigur á Hvít-Rússum. Rússar eru þremur stigum á undan Portúgal fyrir lokaumferðina þar sem Rússar heimsækja Aserbaídsjan á meðan Portúgal tekur á móti Lúxemborg. Rússar þurfa bara eitt stig til að tryggja sér sæti á HM. Xavi og Álvaro Negredo skoruðu mörk Spánverja sem hafa þriggja stiga forskot á Frakka fyrir lokaumferðina. Spánn fær þá Georgíu í heimsókn á sama tíma og Frakkar taka á móti Finnlandi. Romelu Lukaku tryggði Belgum sæti á HM þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í Króatíu. Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Everton að undanförnu en hann er láni hjá félaginu frá Chelsea. Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki. Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og sæti á HM í Brasilíu 2014. Það stefndi allt í 2-1 sigur Dana þegar Ítalir náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki í uppbótartíma leiksins. Búlgarar eru þar með áfram í 2. sætinu á betri markatölu en Danir. Búlgarar töpuðu fyrr í dag á móti Armeníu en Armenar og Tékkar unnu sína leiki og eru aðeins einu stigi á eftir Búlgaríu og Danmörku. Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu. Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley. Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM:A-riðillKróatía - Belgía 1-2 0-1 Romelu Lukaku (15.), 0-2 Romelu Lukaku (38.), 1-2 Niko Kranjcar (83.)Wales - Makedónía 1-0 1-0 Simon Church (67.)B-riðillArmenía - Búlgaría 2-1 1-0 Aras Özbiliz (45.), 1-1 Ivelin Popov (61.), 2-1 Yura Movsisyan (87.)Malta - Tékkland 1-4 0-1 Tomás Hübschman (3.), 0-2 David Lafata (33.), 1-2 Michael Mifsud (48.), 1-3 Václav Kadlec (51.), 1-4 Tomás Pekhart (90.)Danmörk - Ítalía 2-2 0-1 Pablo Osvaldo (28.), 1-1 Nicklas Bendtner (45.+1), 2-1 Nicklas Bendtner (79.), 2-2 Alberto Aquilani (90.+1)C-riðillFæreyjar - Kasakstan 1-1 1-0 Hállur Hánsson (41.), 1-1 Andrey Finonchenko (55.)Þýskaland - Írland 3-0 1-0 Sami Khedira (12.), 2-0 André Schürrle (58.), 3-0 Mesut Özil (90.)Svíþjóð - Austurríki 2-1 0-1 Martin Harnik (29.), 1-1 Martin Olsson (56.), 2-1 Zlatan Ibrahimović (86.)D-riðillAndorra - Rúmenía 0-4 0-1 Claudiu Keserü (41.), 0-2 Bogdan Stancu (53.), 0-3 Gabriel Torje (62.), 0-4 Costin Lazar (85.)Eistland - Tyrkland 0-2 0-1 Umut Bulut (22.), 0-2 Burak Yilmaz (47.)Holland - Ungverjaland 8-1 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Kevin Strootman (25.), 3-0 Jeremain Lens (38.), 4-0 Robin van Persie (44.), 4-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 5-1 Robin van Persie (53.), 6-1 Sjálfsmark (65.), 7-1 Rafael van der Vaart (86.), 8-1 Arjen Robben (90.)E-riðillAlbanía - Sviss 1-2 0-1 Xherdan Shaqiri (48.), 0-2 Michael Lang (79.), 1-2 Hamdi Salihi (89.)Slóvenía - Noregur 3-0 1-0 Milivoje Novakovic (13.), 2-0 Milivoje Novakovic (14.), 3-0 Milivoje Novaković (49.)Ísland - Kýpur 2-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (60.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76.)F-riðillAserbaídjan - Norður-Írland 2-0 1-0 Rufat Dadashov (58.), 2-0 Mahir Shukurov (90.) Jonny Evans fékk rautt spjald.Lúxemborg - Rússland 0-4 0-1 Aleksandr Samedov (9.), 0-2 Viktor Fayzulin (39:), 0-3 Denis Glushakov (45.)Portúgal - Ísrael 1-1 1-0 Pepe (27.), 1-1 Tal Ben Haim (85.)G-riðllLitháen - Lettland 2-0 1-0 Fiodor Cernych (8.), 2-0 Saulius Mikoliunas (68.)Bosnía - Liechtenstein 4-1 1-0 Edin Dzeko (27.), 2-0 Zvjezdan Misimovic (34.), 3-0 Vedad Ibisevic (38:), 4-0 Edin Dzeko (39.), 4-1 David Hasler (61.)Grikkland - Slóvakía 1-0 1-0 Sjálfsmark (44.)H-riðillMoldavía - San Marínó 3-0 1-0 Viorel Frunza (55.), 2-0 Eugen Sdorenco (59.), 3-0 Eugen Sdorenco (89.)Úkraína - Pólland 1-0 1-0 Andriy Yarmolenko (64.)England - Svartfjallaland 4-1 1-0 Wayne Rooney (48.), 2-0 Sjálfsmark (62.), 2-1 Dejan Damjanović (72.), 3-1 Andros Townsend. (78.), 4-1 Daniel Sturridge (90.+3).I - riðllSpánn - Hvíta-Rússland 2-1 1-0 Xavi (61.), 2-0 Álvaro Negredo (78.), 2-1 Syarhey Karnilenko (89.) HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Belgía, Þýskaland og Sviss tryggðu sér í kvöld öll farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar en þá fór næstsíðasta umferðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 fór fram. Rússar eru í frábærum málum eftir að Portúgal náði aðeins jafntefli á móti Ísrael og Spánverjum vantar bara eitt stig eftir 2-1 sigur á Hvít-Rússum. Rússar eru þremur stigum á undan Portúgal fyrir lokaumferðina þar sem Rússar heimsækja Aserbaídsjan á meðan Portúgal tekur á móti Lúxemborg. Rússar þurfa bara eitt stig til að tryggja sér sæti á HM. Xavi og Álvaro Negredo skoruðu mörk Spánverja sem hafa þriggja stiga forskot á Frakka fyrir lokaumferðina. Spánn fær þá Georgíu í heimsókn á sama tíma og Frakkar taka á móti Finnlandi. Romelu Lukaku tryggði Belgum sæti á HM þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í Króatíu. Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Everton að undanförnu en hann er láni hjá félaginu frá Chelsea. Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki. Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og sæti á HM í Brasilíu 2014. Það stefndi allt í 2-1 sigur Dana þegar Ítalir náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki í uppbótartíma leiksins. Búlgarar eru þar með áfram í 2. sætinu á betri markatölu en Danir. Búlgarar töpuðu fyrr í dag á móti Armeníu en Armenar og Tékkar unnu sína leiki og eru aðeins einu stigi á eftir Búlgaríu og Danmörku. Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu. Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley. Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM:A-riðillKróatía - Belgía 1-2 0-1 Romelu Lukaku (15.), 0-2 Romelu Lukaku (38.), 1-2 Niko Kranjcar (83.)Wales - Makedónía 1-0 1-0 Simon Church (67.)B-riðillArmenía - Búlgaría 2-1 1-0 Aras Özbiliz (45.), 1-1 Ivelin Popov (61.), 2-1 Yura Movsisyan (87.)Malta - Tékkland 1-4 0-1 Tomás Hübschman (3.), 0-2 David Lafata (33.), 1-2 Michael Mifsud (48.), 1-3 Václav Kadlec (51.), 1-4 Tomás Pekhart (90.)Danmörk - Ítalía 2-2 0-1 Pablo Osvaldo (28.), 1-1 Nicklas Bendtner (45.+1), 2-1 Nicklas Bendtner (79.), 2-2 Alberto Aquilani (90.+1)C-riðillFæreyjar - Kasakstan 1-1 1-0 Hállur Hánsson (41.), 1-1 Andrey Finonchenko (55.)Þýskaland - Írland 3-0 1-0 Sami Khedira (12.), 2-0 André Schürrle (58.), 3-0 Mesut Özil (90.)Svíþjóð - Austurríki 2-1 0-1 Martin Harnik (29.), 1-1 Martin Olsson (56.), 2-1 Zlatan Ibrahimović (86.)D-riðillAndorra - Rúmenía 0-4 0-1 Claudiu Keserü (41.), 0-2 Bogdan Stancu (53.), 0-3 Gabriel Torje (62.), 0-4 Costin Lazar (85.)Eistland - Tyrkland 0-2 0-1 Umut Bulut (22.), 0-2 Burak Yilmaz (47.)Holland - Ungverjaland 8-1 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Kevin Strootman (25.), 3-0 Jeremain Lens (38.), 4-0 Robin van Persie (44.), 4-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 5-1 Robin van Persie (53.), 6-1 Sjálfsmark (65.), 7-1 Rafael van der Vaart (86.), 8-1 Arjen Robben (90.)E-riðillAlbanía - Sviss 1-2 0-1 Xherdan Shaqiri (48.), 0-2 Michael Lang (79.), 1-2 Hamdi Salihi (89.)Slóvenía - Noregur 3-0 1-0 Milivoje Novakovic (13.), 2-0 Milivoje Novakovic (14.), 3-0 Milivoje Novaković (49.)Ísland - Kýpur 2-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (60.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76.)F-riðillAserbaídjan - Norður-Írland 2-0 1-0 Rufat Dadashov (58.), 2-0 Mahir Shukurov (90.) Jonny Evans fékk rautt spjald.Lúxemborg - Rússland 0-4 0-1 Aleksandr Samedov (9.), 0-2 Viktor Fayzulin (39:), 0-3 Denis Glushakov (45.)Portúgal - Ísrael 1-1 1-0 Pepe (27.), 1-1 Tal Ben Haim (85.)G-riðllLitháen - Lettland 2-0 1-0 Fiodor Cernych (8.), 2-0 Saulius Mikoliunas (68.)Bosnía - Liechtenstein 4-1 1-0 Edin Dzeko (27.), 2-0 Zvjezdan Misimovic (34.), 3-0 Vedad Ibisevic (38:), 4-0 Edin Dzeko (39.), 4-1 David Hasler (61.)Grikkland - Slóvakía 1-0 1-0 Sjálfsmark (44.)H-riðillMoldavía - San Marínó 3-0 1-0 Viorel Frunza (55.), 2-0 Eugen Sdorenco (59.), 3-0 Eugen Sdorenco (89.)Úkraína - Pólland 1-0 1-0 Andriy Yarmolenko (64.)England - Svartfjallaland 4-1 1-0 Wayne Rooney (48.), 2-0 Sjálfsmark (62.), 2-1 Dejan Damjanović (72.), 3-1 Andros Townsend. (78.), 4-1 Daniel Sturridge (90.+3).I - riðllSpánn - Hvíta-Rússland 2-1 1-0 Xavi (61.), 2-0 Álvaro Negredo (78.), 2-1 Syarhey Karnilenko (89.)
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu