Belgía, Þýskaland og Sviss á HM - öll úrslitin í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2013 00:01 Spánverjar fagna í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Belgía, Þýskaland og Sviss tryggðu sér í kvöld öll farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar en þá fór næstsíðasta umferðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 fór fram. Rússar eru í frábærum málum eftir að Portúgal náði aðeins jafntefli á móti Ísrael og Spánverjum vantar bara eitt stig eftir 2-1 sigur á Hvít-Rússum. Rússar eru þremur stigum á undan Portúgal fyrir lokaumferðina þar sem Rússar heimsækja Aserbaídsjan á meðan Portúgal tekur á móti Lúxemborg. Rússar þurfa bara eitt stig til að tryggja sér sæti á HM. Xavi og Álvaro Negredo skoruðu mörk Spánverja sem hafa þriggja stiga forskot á Frakka fyrir lokaumferðina. Spánn fær þá Georgíu í heimsókn á sama tíma og Frakkar taka á móti Finnlandi. Romelu Lukaku tryggði Belgum sæti á HM þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í Króatíu. Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Everton að undanförnu en hann er láni hjá félaginu frá Chelsea. Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki. Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og sæti á HM í Brasilíu 2014. Það stefndi allt í 2-1 sigur Dana þegar Ítalir náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki í uppbótartíma leiksins. Búlgarar eru þar með áfram í 2. sætinu á betri markatölu en Danir. Búlgarar töpuðu fyrr í dag á móti Armeníu en Armenar og Tékkar unnu sína leiki og eru aðeins einu stigi á eftir Búlgaríu og Danmörku. Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu. Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley. Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM:A-riðillKróatía - Belgía 1-2 0-1 Romelu Lukaku (15.), 0-2 Romelu Lukaku (38.), 1-2 Niko Kranjcar (83.)Wales - Makedónía 1-0 1-0 Simon Church (67.)B-riðillArmenía - Búlgaría 2-1 1-0 Aras Özbiliz (45.), 1-1 Ivelin Popov (61.), 2-1 Yura Movsisyan (87.)Malta - Tékkland 1-4 0-1 Tomás Hübschman (3.), 0-2 David Lafata (33.), 1-2 Michael Mifsud (48.), 1-3 Václav Kadlec (51.), 1-4 Tomás Pekhart (90.)Danmörk - Ítalía 2-2 0-1 Pablo Osvaldo (28.), 1-1 Nicklas Bendtner (45.+1), 2-1 Nicklas Bendtner (79.), 2-2 Alberto Aquilani (90.+1)C-riðillFæreyjar - Kasakstan 1-1 1-0 Hállur Hánsson (41.), 1-1 Andrey Finonchenko (55.)Þýskaland - Írland 3-0 1-0 Sami Khedira (12.), 2-0 André Schürrle (58.), 3-0 Mesut Özil (90.)Svíþjóð - Austurríki 2-1 0-1 Martin Harnik (29.), 1-1 Martin Olsson (56.), 2-1 Zlatan Ibrahimović (86.)D-riðillAndorra - Rúmenía 0-4 0-1 Claudiu Keserü (41.), 0-2 Bogdan Stancu (53.), 0-3 Gabriel Torje (62.), 0-4 Costin Lazar (85.)Eistland - Tyrkland 0-2 0-1 Umut Bulut (22.), 0-2 Burak Yilmaz (47.)Holland - Ungverjaland 8-1 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Kevin Strootman (25.), 3-0 Jeremain Lens (38.), 4-0 Robin van Persie (44.), 4-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 5-1 Robin van Persie (53.), 6-1 Sjálfsmark (65.), 7-1 Rafael van der Vaart (86.), 8-1 Arjen Robben (90.)E-riðillAlbanía - Sviss 1-2 0-1 Xherdan Shaqiri (48.), 0-2 Michael Lang (79.), 1-2 Hamdi Salihi (89.)Slóvenía - Noregur 3-0 1-0 Milivoje Novakovic (13.), 2-0 Milivoje Novakovic (14.), 3-0 Milivoje Novaković (49.)Ísland - Kýpur 2-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (60.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76.)F-riðillAserbaídjan - Norður-Írland 2-0 1-0 Rufat Dadashov (58.), 2-0 Mahir Shukurov (90.) Jonny Evans fékk rautt spjald.Lúxemborg - Rússland 0-4 0-1 Aleksandr Samedov (9.), 0-2 Viktor Fayzulin (39:), 0-3 Denis Glushakov (45.)Portúgal - Ísrael 1-1 1-0 Pepe (27.), 1-1 Tal Ben Haim (85.)G-riðllLitháen - Lettland 2-0 1-0 Fiodor Cernych (8.), 2-0 Saulius Mikoliunas (68.)Bosnía - Liechtenstein 4-1 1-0 Edin Dzeko (27.), 2-0 Zvjezdan Misimovic (34.), 3-0 Vedad Ibisevic (38:), 4-0 Edin Dzeko (39.), 4-1 David Hasler (61.)Grikkland - Slóvakía 1-0 1-0 Sjálfsmark (44.)H-riðillMoldavía - San Marínó 3-0 1-0 Viorel Frunza (55.), 2-0 Eugen Sdorenco (59.), 3-0 Eugen Sdorenco (89.)Úkraína - Pólland 1-0 1-0 Andriy Yarmolenko (64.)England - Svartfjallaland 4-1 1-0 Wayne Rooney (48.), 2-0 Sjálfsmark (62.), 2-1 Dejan Damjanović (72.), 3-1 Andros Townsend. (78.), 4-1 Daniel Sturridge (90.+3).I - riðllSpánn - Hvíta-Rússland 2-1 1-0 Xavi (61.), 2-0 Álvaro Negredo (78.), 2-1 Syarhey Karnilenko (89.) HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Belgía, Þýskaland og Sviss tryggðu sér í kvöld öll farseðilinn á HM í Brasilíu næsta sumar en þá fór næstsíðasta umferðin í Evrópuhluta undankeppni HM 2014 fór fram. Rússar eru í frábærum málum eftir að Portúgal náði aðeins jafntefli á móti Ísrael og Spánverjum vantar bara eitt stig eftir 2-1 sigur á Hvít-Rússum. Rússar eru þremur stigum á undan Portúgal fyrir lokaumferðina þar sem Rússar heimsækja Aserbaídsjan á meðan Portúgal tekur á móti Lúxemborg. Rússar þurfa bara eitt stig til að tryggja sér sæti á HM. Xavi og Álvaro Negredo skoruðu mörk Spánverja sem hafa þriggja stiga forskot á Frakka fyrir lokaumferðina. Spánn fær þá Georgíu í heimsókn á sama tíma og Frakkar taka á móti Finnlandi. Romelu Lukaku tryggði Belgum sæti á HM þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri í Króatíu. Lukaku hefur raðað inn mörkum fyrir Everton að undanförnu en hann er láni hjá félaginu frá Chelsea. Þýskaland tryggði sér í kvöld sigur í C-riðli og þar með farseðilinn á úrslitakeppnina í Brasilíu á næsta ári. Þýskaland vann 3-0 heimasigur á Írlandi og er með fimm stiga forskot á Svía fyrir lokaumferðina. Zlatan Ibrahimovic tryggði Svíum annað sætið í riðlinum með því að skora sigurmarkið á móti Austurríki. Nicklas Bendtner snéri aftur í danska landsliðið og skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Ítölum á Parken. Sigur hefði komið Dönum upp í annað sæti riðilsins en Ítalir höfðu þegar tryggt sér efsta sætið og sæti á HM í Brasilíu 2014. Það stefndi allt í 2-1 sigur Dana þegar Ítalir náðu að tryggja sér 2-2 jafntefli með jöfnunarmarki í uppbótartíma leiksins. Búlgarar eru þar með áfram í 2. sætinu á betri markatölu en Danir. Búlgarar töpuðu fyrr í dag á móti Armeníu en Armenar og Tékkar unnu sína leiki og eru aðeins einu stigi á eftir Búlgaríu og Danmörku. Slóvenar héldu sigurgöngu sinni áfram í undankeppni HM 2014 með því að vinna 3-0 sigur á Norðmönnum í Slóveníu í riðli okkar í kvöld en þessi úrslit þýða að Norðmenn eiga ekki lengur möguleika á að komast á HM í Brasilíu. Svisslendingar tryggðu sér á sama tíma sigur í riðlinum með því að vinna 2-1 útisigur í Albaníu. Englendingar eru áfram efstir í sínum riðli í undankeppni HM 2014 eftir 4-1 sigur á Svartfjallalandi á Wembley í kvöld. Úkraína vann 1-0 sigur á Póllandi á sama tíma og er einu stigi á eftir enska liðinu. Þau munu keppa um sigurinn í riðlinum í lokaumferðinni þar sem England tekur á móti Póllandi á Wembley. Robin van Persie er orðinn markahæsti leikmaður hollenska landsliðsins frá upphafi en hann bætti met Patrick Kluivert í kvöld í 8-1 stórsigri Hollendinga á Ungverjum í undankeppni HM 2014. Hollendingar voru fyrir leikinn búnir að tryggja sér sigur í D-riðlinum og þar með sæti á HM.Úrslit og markaskorarar í undankeppni HM:A-riðillKróatía - Belgía 1-2 0-1 Romelu Lukaku (15.), 0-2 Romelu Lukaku (38.), 1-2 Niko Kranjcar (83.)Wales - Makedónía 1-0 1-0 Simon Church (67.)B-riðillArmenía - Búlgaría 2-1 1-0 Aras Özbiliz (45.), 1-1 Ivelin Popov (61.), 2-1 Yura Movsisyan (87.)Malta - Tékkland 1-4 0-1 Tomás Hübschman (3.), 0-2 David Lafata (33.), 1-2 Michael Mifsud (48.), 1-3 Václav Kadlec (51.), 1-4 Tomás Pekhart (90.)Danmörk - Ítalía 2-2 0-1 Pablo Osvaldo (28.), 1-1 Nicklas Bendtner (45.+1), 2-1 Nicklas Bendtner (79.), 2-2 Alberto Aquilani (90.+1)C-riðillFæreyjar - Kasakstan 1-1 1-0 Hállur Hánsson (41.), 1-1 Andrey Finonchenko (55.)Þýskaland - Írland 3-0 1-0 Sami Khedira (12.), 2-0 André Schürrle (58.), 3-0 Mesut Özil (90.)Svíþjóð - Austurríki 2-1 0-1 Martin Harnik (29.), 1-1 Martin Olsson (56.), 2-1 Zlatan Ibrahimović (86.)D-riðillAndorra - Rúmenía 0-4 0-1 Claudiu Keserü (41.), 0-2 Bogdan Stancu (53.), 0-3 Gabriel Torje (62.), 0-4 Costin Lazar (85.)Eistland - Tyrkland 0-2 0-1 Umut Bulut (22.), 0-2 Burak Yilmaz (47.)Holland - Ungverjaland 8-1 1-0 Robin van Persie (16.), 2-0 Kevin Strootman (25.), 3-0 Jeremain Lens (38.), 4-0 Robin van Persie (44.), 4-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 5-1 Robin van Persie (53.), 6-1 Sjálfsmark (65.), 7-1 Rafael van der Vaart (86.), 8-1 Arjen Robben (90.)E-riðillAlbanía - Sviss 1-2 0-1 Xherdan Shaqiri (48.), 0-2 Michael Lang (79.), 1-2 Hamdi Salihi (89.)Slóvenía - Noregur 3-0 1-0 Milivoje Novakovic (13.), 2-0 Milivoje Novakovic (14.), 3-0 Milivoje Novaković (49.)Ísland - Kýpur 2-0 1-0 Kolbeinn Sigþórsson (60.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (76.)F-riðillAserbaídjan - Norður-Írland 2-0 1-0 Rufat Dadashov (58.), 2-0 Mahir Shukurov (90.) Jonny Evans fékk rautt spjald.Lúxemborg - Rússland 0-4 0-1 Aleksandr Samedov (9.), 0-2 Viktor Fayzulin (39:), 0-3 Denis Glushakov (45.)Portúgal - Ísrael 1-1 1-0 Pepe (27.), 1-1 Tal Ben Haim (85.)G-riðllLitháen - Lettland 2-0 1-0 Fiodor Cernych (8.), 2-0 Saulius Mikoliunas (68.)Bosnía - Liechtenstein 4-1 1-0 Edin Dzeko (27.), 2-0 Zvjezdan Misimovic (34.), 3-0 Vedad Ibisevic (38:), 4-0 Edin Dzeko (39.), 4-1 David Hasler (61.)Grikkland - Slóvakía 1-0 1-0 Sjálfsmark (44.)H-riðillMoldavía - San Marínó 3-0 1-0 Viorel Frunza (55.), 2-0 Eugen Sdorenco (59.), 3-0 Eugen Sdorenco (89.)Úkraína - Pólland 1-0 1-0 Andriy Yarmolenko (64.)England - Svartfjallaland 4-1 1-0 Wayne Rooney (48.), 2-0 Sjálfsmark (62.), 2-1 Dejan Damjanović (72.), 3-1 Andros Townsend. (78.), 4-1 Daniel Sturridge (90.+3).I - riðllSpánn - Hvíta-Rússland 2-1 1-0 Xavi (61.), 2-0 Álvaro Negredo (78.), 2-1 Syarhey Karnilenko (89.)
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira