Enski boltinn

Redknapp hefur trú á Sherwood

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tim Sherwood
Tim Sherwood Mynd/Gettyimages
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR og fyrrum stjóri Tottenham Hotspur er viss um að ráðning félagsins Tim Sherwood hafi verið rétt skref.

Sherwood sem spilaði með Spurs í fjögur ár tók við taumunum eftir að klúbburinn rak Andre Villas-Boas og vann 3-2 sigur í fyrsta deildarleik sínum gegn Southampton. Redknapp telur að Sherwood geti gert góða hluti með Tottenham liðið.

„Það er frábært að ungur enskur þjálfari sé að fá tækifæri hjá stórliði, vonandi nýtir hann tækifærið. Ég kom honum aftur inn í fótboltann þegar hann hætti, bauð honum starf hjá Tottenham með unglingaliðunum.“

„Hann fær tvö tímabil svo þetta er frábært tækifæri fyrir Tim. Hann er góður þjálfari sem þekkir enska boltann og mun gera hlutina eftir eigin höfði. Hann er sterkur karakter sem lætur ekki aðra stjórna sér,“ sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×