Missir ekki svefn yfir sambandsslitunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:02 Portúgalarnir náðu frábærum árangri saman með Porto, Chelsea og Inter. Nordicphotos/Getty André Villas-Boas, stjóri Tottenham, segist ekki missa svefn yfir því að sambandi sínu við Jose Mourinho, kollegi hans hjá Chelsea, sé lokið. Tottenham tekur á móti Chelsea í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Spennan er löngu byrjuð að magnast fyrir slaginn enda um erkifjendur að ræða auk þess sem stjórar liðanna voru afar nánir. Svo er ekki lengur. Villas-Boas segir sambandsslitin mega rekja til þess þegar félagarnir fyrrverandi tóku við stjórnartaumunum hjá Internazionale árið 2008. Villas-Boas hafði verið aðstoðarmaður Mourinho bæði hjá Porto og Chelsea þar sem góður árangur náðist. Portúgalinn vildi aukið hlutverk hjá Inter en Mourinho sagði nei. „Samband okkar var frábært bæði faglega og persónulega en svo er ekki lengur,“ sagði Villas-Boas á blaðamannafundi í gær. Hann telur gagnkvæma virðingu fyrir hendi og enginn geti neitað forsögu þeirra. Sambandið sé þó gjörólíkt því sem það var. „Ég missi samt engan svefn yfir því.“ Villas-Boas ákvað því að söðla um sumarið 2009 og halda á ný mið. Hann tók við Academica í portúgölsku deildinni en liðið var í skelfilegum málum á botni deildarinnar og án sigurs í október. Villas-Boas stýrði liðinu í 11. sæti og undanúrslit bikarsins. Árið eftir tók hann við Porto og bætti árangur Mourinho með liðið í deildinni frá 2004. Villas-Boas tók svo við Chelsea sumarið 2011 en entist aðeins átta mánuði í starfi. „Mér er sama um Chelsea,“ sagði Villas-Boas. Portúgalinn ber Roman Abramovich, eiganda Chelsea, ekki vel söguna. Hann hefur sakað hann um að brjóta loforð sitt með því að segja sér upp. Þó ekki sé endilega tilefni til þess að tala um fjandskap milli stjóranna þótt samband þeirra sé ekki gott gildir annað hjá forsvarsmönnum félaganna. Skemmst er að minnast þess þegar Chelsea „stal“ brasilíska miðjumanninum Willian frá Tottenham sem taldi sig hafa svo gott sem tryggt sér þjónustu kappans. Þá reyndi Villas-Boas að fá Juan Mata til Spurs en án árangurs. Leikur Spurs og Chelsea á White Hart Lane hefst klukkan 11.45 á morgun og verður í beinni á Sport 2 og HD. Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
André Villas-Boas, stjóri Tottenham, segist ekki missa svefn yfir því að sambandi sínu við Jose Mourinho, kollegi hans hjá Chelsea, sé lokið. Tottenham tekur á móti Chelsea í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Spennan er löngu byrjuð að magnast fyrir slaginn enda um erkifjendur að ræða auk þess sem stjórar liðanna voru afar nánir. Svo er ekki lengur. Villas-Boas segir sambandsslitin mega rekja til þess þegar félagarnir fyrrverandi tóku við stjórnartaumunum hjá Internazionale árið 2008. Villas-Boas hafði verið aðstoðarmaður Mourinho bæði hjá Porto og Chelsea þar sem góður árangur náðist. Portúgalinn vildi aukið hlutverk hjá Inter en Mourinho sagði nei. „Samband okkar var frábært bæði faglega og persónulega en svo er ekki lengur,“ sagði Villas-Boas á blaðamannafundi í gær. Hann telur gagnkvæma virðingu fyrir hendi og enginn geti neitað forsögu þeirra. Sambandið sé þó gjörólíkt því sem það var. „Ég missi samt engan svefn yfir því.“ Villas-Boas ákvað því að söðla um sumarið 2009 og halda á ný mið. Hann tók við Academica í portúgölsku deildinni en liðið var í skelfilegum málum á botni deildarinnar og án sigurs í október. Villas-Boas stýrði liðinu í 11. sæti og undanúrslit bikarsins. Árið eftir tók hann við Porto og bætti árangur Mourinho með liðið í deildinni frá 2004. Villas-Boas tók svo við Chelsea sumarið 2011 en entist aðeins átta mánuði í starfi. „Mér er sama um Chelsea,“ sagði Villas-Boas. Portúgalinn ber Roman Abramovich, eiganda Chelsea, ekki vel söguna. Hann hefur sakað hann um að brjóta loforð sitt með því að segja sér upp. Þó ekki sé endilega tilefni til þess að tala um fjandskap milli stjóranna þótt samband þeirra sé ekki gott gildir annað hjá forsvarsmönnum félaganna. Skemmst er að minnast þess þegar Chelsea „stal“ brasilíska miðjumanninum Willian frá Tottenham sem taldi sig hafa svo gott sem tryggt sér þjónustu kappans. Þá reyndi Villas-Boas að fá Juan Mata til Spurs en án árangurs. Leikur Spurs og Chelsea á White Hart Lane hefst klukkan 11.45 á morgun og verður í beinni á Sport 2 og HD.
Enski boltinn Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira