Fótbolti

Harpa: Draumur að rætast

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir
Harpa Þorsteinsdóttir Mynd / Óskaró
Harpa Þorsteinsdóttir brosti út að eyrum eins og allar íslensku landsliðskonurnar eftir magnaðan 1-0 sigur á Hollandi í Vaxjö í kvöld. Íslenska liðið komst með sigrinum í átta liða úrslit á EM í Svíþjóð.

„Þetta er ólýsanlegt og bara draumur að rætaast," sagði Harpa eftir leikinn og brosti út að eyrum.

„Við þurftum mikið að hlaupa og fórna okkur í dag fyrir þessi þrjú stig. Þetta var því mjög ljúft," sagði Harpa.

„Við gerum gríðarlega vel í fyrri hálfleiknum með því að setja mark á þær og við hefðum þá getað sett fleiri mörk. Fríða átti meðal annars skot í stöng og það var óskiljanlegt af hverju það fór ekki inn," sagði Harpa.

„Við héldum þetta síðan út í seinni hálfeik. Þær þurfti að setja púður í sóknina en við stóðumst pressuna," sagði Harpa. En hvað sagði Sigurður Ragnar við þær í hringnum strax efrir leik?

„Hann átti eiginlega ekki orð og ég held að við höfum allar verið hálforðlausar. Þetta er eitthvað sem við erum búnar að stefna að mjög lengi og nutu þess saman að vera búin að ná þessu," sagði Harpa.

„Áhorfendurnir voru geggjaðir í dag og hjálpuðu okkur gríðarlega. Þeir voru tólfti maðurinn okkar í þessum leik," sagði Harpa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×