Lífið

Hringdi í Neyðarlínuna vegna símanotkunar á frumsýningu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Getty
Kvikmyndabloggari að nafni Alex Billington sem skrifar fyrir kvikmyndasíðuna First Showing hringdi á Neyðarlínuna vegna farsímanotkunar á frumsýningu sem hann sótti á Toronto-kvikmyndahátíðinni í Kanada.

Billington varð æ pirraðri yfir farsímanotkun áhorfenda á forsýningu  hryllingsmyndarinnar The Sacrament, sem var sérstaklega hugsuð fyrir fjölmiðla og kvikmyndaiðnaðarfólk.

Eftir að hafa kvartað í kvikmyndahúsinu sjálfu, án árangurs, tók Billington upp á því að hringja í lögregluna. 

Billington sagði að sá sem hefði svarað hjá Neyðarlínunni hefði hlegið að kvörtun hans. Þá tók hann til þess ráðs að tísta um atburðinn, en sagðist hafa áhyggjur af því að einhverjir gesta sýningarinnar væru að taka upp myndina eftir ólöglegum leiðum.

Billington segist vilja mannasiði og kurteisi aftur í kvikmyndahús. Hann segir tilganginn helga meðalið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.