Enski boltinn

Van Persie hungraður í fleiri titla

Van Persie fagnar í vetur.
Van Persie fagnar í vetur.
Robin van Persie, framherji Man. Utd, er að vonum hæstánægður með að hafa loksins unnið titil í enska boltanum en hann er samt langt frá því að vera saddur.

"Við erum búnir að setja viðmiðið og við viljum vera meistarar á hverju einasta ári. Við viljum vinna meira. Það sást frá fyrsta degi að menn ætluðu sér að vinna titilinn," sagði Van Persie.

"Að vinna þennan titil gerir mig bara hungraðri. Ég vil vinna deildina aftur og fleiri titla til. Bikarinn, Meistaradeildina og deildabikarinn. Ég vil vinna þetta allt saman."

Van Persie hrósaði líka hinum 39 ára gamla Ryan Giggs.

"Það er heiður fyrir mig að spila með honum og ég hef sagt það við hann. Hann elskar að æfa og er frábær fyrirmynd fyrir okkur alla. Hann er ótrúlegur á hverjum einasta degi. Það er ekki möguleiki að sjá að hann sé 39 ára."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×