Enski boltinn

Bild segir að Mourinho og Falcao séu á leið til Chelsea

Er Mourinho á leið aftur til Chelsea?
Er Mourinho á leið aftur til Chelsea?
Þýska blaðið Bild heldur því fram í kvöld að það sé frágengið að Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, taki við Chelsea í sumar. Það sem meira er þá mun hann taka kólumbíska framherjann Radamel Falcao frá Atletico Madrid með sér.

Það hefur verið í umræðunni í talsverðan tíma að Mourinho væri á leið aftur til Chelsea. Sjálfur hefur hann lýst yfir áhuga á að fara aftur til Englands.

Chelsea hefur einnig verið lengi orðað við Falcao og talið afar ólíklegt að hann yrði áfram hjá félaginu eftir tímabilið.

Það kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort Bild hefur rétt fyrir sér í þessu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×