Innlent

Fíkniefnaakstur í höfuðborginni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þrír eru grunaðir um fíkniefna- og ölvunarakstur.
Þrír eru grunaðir um fíkniefna- og ölvunarakstur. mynd úr safni
Lögregla hafði afskipti af þremur einstaklingum í kyrrstæðri bifreið í Austurborginni um níuleytið í gærkvöldi. Eru þeir grunaðir um vörslu og neyslu fíkniefna og ökumaðurinn kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Laust fyrir klukkan 22 var svo ökumaður stöðvaður í Breiðholti grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka sviptur ökuréttindum.

Þá var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði á fimmta tímanum í nótt og ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og að aka sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×