Innlent

Óku of hratt á Þingvallavegi

Tuttugu og sjö ökumenn óku of hratt á Þingvallavegi í Mosfelsdal á föstudaginn. Á einni klukkustund eftir hádegi voru 318 ökutæki mynduð og reyndust átta prósent þeirra aka of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði þeirra var 83 kílómetrar á klukkustund en þarna er 70 kílómetra hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 102 kílómetra hraða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að vöktunin sé liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×