Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Gaui var betri við Íslendingana en Pulis

Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum leikmaður Reading, var gestur Sunnudagsmessunnar í gær. Brynjar lék á sínum tíma með Stoke er það var í eigu Íslendinga. Hann ræddi um þann tíma í þættinum.

"Tony Pulis er einn langur fram völlinn stjóri. Ég kunni ágætlega við Pulis þó svo hann hafi ekki farið vel með okkur Íslendingana. Þetta er einfalt hjá honum," sagði Brynjar um Tony Pulis, stjóra Stoke.

"Gaui var hress þegar hann var með okkur. Alltaf eins. Hann var betri við Íslendingana en Tony," sagði Brynjar.

Hægt er að horfa á spjallið við Brynjar hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×